„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Visir/Vilhelm Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“ Alþingi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Hagrætt verður fyrir 1.780 milljónir í Reykjavíkurborg árið 2016. Hagræðingaráætlun hljóðar þó upp á tæpa tvo milljarða enda ekki víst að öllum markmiðum þar verði náð. Á borgarstjórnarfundi í gær var meirihlutinn einmitt gagnrýndur harðlega fyrir að sparnaðaráætlanir væru of óljósar. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, beindi sjónum að Skóla- og frístundasviði en þar þarf að spara 670 milljónir á árinu. Skólastjórnendur grunnskóla og leikskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa og segja niðurskurðinn vera kominn inn að beini.Kjartan Magnússon.vísir/antonKjartan sagði mikinn „vonarpening“ vera í sparnaðaráætlunum á sviðinu. Nefndi hann sem dæmi breytingu á sundkennslu eldri bekkja sem er háð samþykki ráðuneytis, orkusparnað sem hann sagði fullreyndan og að ekki væri hægt að spara í sérkennslu og stuðningi án þess að ganga verulega á grunnþjónustu. Önnur dæmi um sparnað á sviðinu eru minni fjarvistir starfsfólks með heilsueflingu, spara á tuttugu milljónir með aðgerðinni. Stærsti sparnaðarliðurinn er þó frestun á lækkun leikskólagjalda. Júlíus Vífill Ingvarsson sagði fólk í skólakerfinu vera áhyggjufullt og skýra þurfi betur hvaða leiðir verði farið í sparnaði. „Og það svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði í Borgarleikhúsinu. Fólk vill fá svör,“ sagði hann og spurði um leið hvort vitað væri um uppsagnir borgarstarfsmanna. Borgarstjóri svaraði því svo að fólki yrði eingöngu sagt upp ef til þess kæmi vegna skipulagsbreytinga. Annars myndi starfsmannavelta spara ákveðið fjármagn þar sem ekki yrði ráðið í allar lausar stöður.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur„Borgin þarf að spara og létta reksturinn í kjölfar kjarasamninga í fyrra. Við munum hægja á nýráðningum og spara alls staðar þar sem það er hægt án þess að það bitni á þjónustunni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann bendir á að forgangsröðunin birtist í því að sparað verði mest í ráðhúsinu, miðlægri þjónustu og stoðþjónustu. Alls þarf að spara um 1,6 prósent í borgarrekstrinum og fimm prósent í ráðuhúsinu. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur minnihlutann í borgarstjórn vera að draga upp dramatíska mynd af þessum sparnaði. „Á fundi mínum með borgarstjórum höfuðborga Norðurlanda í desember síðastliðnum tók ég eftir því að allar borginrar voru með svipuð hagræðingarmarkmið fyrir næst ár og litið var á það sem eðlilegan hluta af endurhugsun í opinberum rekstri.“ Dagur segir áhyggjur skólastjórnenda bera vott um metnað.„Þessum áhyggjum er að ýmsu leyti mætt. Lögð er mikil áhersla á að verja grunnþjónsutuna. Stjórnendur skólanna í borginni hafa áður sýnt bæði ábyrgð og útsjónarsemi í rekstri sínum og ég geri ráð fyrir góðu samstarfi við þá um þetta hér eftir sem hingað til.“
Alþingi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira