Evrópumeistarar Dags mögulega í læstri dagskrá á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2016 16:30 Dagur Sigurðsson og handboltaíþróttin eru í sviðsljósinu í Þýskalandi. Vísir/AFP Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Handbolti hefur sjaldan notið jafn mikillar athygli í Þýskalandi og nú eftir velgengni þýska liðsins á Evrópumeistaramótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari Þýskalands sem tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir sigur á Spáni í úrslitaleiknum á sunnudag. Leikir þýska liðsins voru sýndir á ríkisstöðvunum ARD og ZDF og áhorf í sjónvarpi jókst með hverjum leiknum. Tæplega þrettán milljónir sáu úrslitaleik Þýskalands og Spánar en það eru tölur sem sjást varla nema þegar þýska knattspyrnulandsliðið er að spila á stórmótum.Sjá einnig: Landslið Dags vinsælla en Bayern München Þessar tölur skipta handboltaíþróttina gríðarlega miklu máli enda er Þýskaland stærsti staki markaðurinn fyrir handbolta. Til dæmis má nefna að þegar Þýskalandi mistókst að tryggja sér þátttökuréttinn á HM 2015 var liðinu hleypt inn í keppnina eftir á og keppnisréttur Ástralíu afturkallaður. Það er því ljóst að um gríðarlegt hagsmunamál er að ræða, ekki aðeins fyrir handboltann í Þýskalandi heldur íþróttina alla.Sky TV sýndi frá HM 2015.Vísir/AFPVilja loka á gervihnöttinn Heimsmeistarakeppnin í Katar var ekki sýnd í almenningssjónvarpi í Þýskalandi. Lengi vel leit út fyrir að áhorfendur í Þýskalandi myndu yfir höfuð ekki eiga möguleika á að sjá leiki keppninnar en rétt fyrir mót var samið við Sky í Þýskalandi sem sýndi leikina í læstri dagskrá. Mun færri horfðu á HM í Katar en á EM í ár og má gera ráð fyrir því að áhorfstölur munu aftur falla ef heimsmeistarakeppnin í Frakklandi, sem fer fram á næsta ári, verði einnig sýnd í læstri dagskrá. Gera má ráð fyrir því að áhuginn fyrir HM 2017 verði mikill í Þýskalandi í kjölfar árangursins um helgina.Sjá einnig: Dagur: Angela Merkel bauð okkur í kaffibolla Al Jazeera, sem á höfuðstöðvar í Katar, keypti sýningarréttinn að HM 2015 og 2017, bæði karla og kvenna, fyrir rúmum tveimur árum síðan. ARD og ZDF höfðu áhuga á að kaupa sjónvarpsréttinn í Þýskalandi en viðræður sigldu í strand á sínum tíma. Ástæðan fyrir því að þýsku ríkisstöðvarnar fengu ekki réttinn var að Al Jazeera setti það skilyrði að ekki væri hægt að sjá útsendingar stöðvanna utan Þýskalands. Það hefði þýtt að stöðvarnar hefðu þurft að loka fyrir útsendingu þeirra um gervihnött en víða um heim, meðal annars á Íslandi, er hægt að sjá bæði ARD og ZDF með hefðbundnum móttökubúnaði fyrir gervihnattasjónvarp.Dagur varð Evrópumeistari á sunnudag.Vísir/AFPEinfaldlega ekki hægt Vandamálið er hins vegar að stór hluti heimila í Þýskalandi nota gervihnattabúnað til að taka á móti útsendingu stöðvanna. „Við værum einfaldlega að loka á 18,4 milljónir heimila í Þýskalandi. Það kemur einfaldlega ekki til greina,“ sagði Axel Balkausky, yfirmaður íþrótta hjá ARD, við þýska fjölmiðla. Volker Herres, dagskrárstjóri ARD, tekur í svipaðan streng. „Þetta snýst alls ekki um peninga. Þetta snýst ekki um að við séum of nísk heldur einfaldlega að við getum þetta ekki. Við værum að loka á tæplega helming allra heimila í Þýskalandi sem eru með sjónvarp.“Sjá einnig: Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Forráðamenn Al Jazeera voru ósveigjanlegir hvað þetta varðar í síðustu viðræðum en enn er óvíst hvort að það verði annar tónn í viðræðunum fyrir HM 2017. Eftir það mikla áhorf sem EM í handbolta fékk í Þýskalandi um helgina er nú rætt um hvort að það eigi að setja í lög að sýnt verði frá stórmótum í handbolta í ólæstri dagskrá, líkt og er tilfellið með Ólympíuleika og stórmót í knattspyrnu í Þýskalandi. „Við trúum því að handbolti eigi heima á þessum lista,“ sagði Karola Wille, yfirmaður ARD, við fjölmiðla ytra.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira