Aflaukning en minni eyðsla í nýjum Porsche 718 Boxster Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2016 10:18 Nýir Porsche Boxster og Cayman (sá með harða þakinu) Ávallt tekst Porsche að auka afl bíla sinna og í leiðinni að minnka eyðslu þeirra svo um munar. Í nýrri gerð Porsche Boxster, sem nú hefur fengið stafina 718 hefur afl aukist um 35 hestöfl bæði í hefðbundinni gerð hans og í S-gerð hans, en eyðsla beggja bílanna hefur í leiðinni minnkað um 13%. Báðir fá þeir nú fjögurra strokka vélar í stað sex strokka áður. Porsche 718 Boxster er með 2,0 lítra vél sem er 300 hestöfl og eyðir aðeins 6,9 lítrum og 718 Boxster S fær 2,5 lítra vél sem er 350 hestöfl og eyðir 7,3 lítrum á hverju hundrað ekna kílómetra. Bílarnir hafa auk þess fengið öflugri bremsur og algjörlega nýjan undirvagn og fjöðrun sem tryggir enn meiri sportlega eiginleika en í forveranum, en var hann þó góður áður. Mikil breyting hefur einnig orðið á innviðum bílsins, til að mynda gerbreytt mælaborð með snertiskjá. Þetta er í fyrsta skipti frá sjöunda áratug síðustu aldar sem Porsche bíður nú bíl með fjögurra strokka vélum, en nú eru þær komnar með forþjöppur. Þær auka mjög á tog vélanna og hefur það aukist um 100 Nm í 718 Boxster og er nú 380 Nm, en í 718 Boxster S hefur aukningin orðið 60 Nm og samtals 420 Nm. Næst það tog fram á 1.900 til 4.500 snúningum. Fyrir vikið eru bílarnir þónokkuð sneggri og tekur það 718 Boxster nú 4,7 sekúndur að komast í 100 km hraða og 718 Boxster S er 4,2 sekúndur í 100. Það gerir þessa nýju kynslóð 718 Boxster 0,8 sekúndum fljótari og 718 Boxster S 0,6 sekúndum fljótari. Hámarkshraði aflminna bílsins er 275 km/klst og þess aflmeiri 285 km/klst. Báða bílana má fá með beinskiptingu, sem og PDK sjálfskiptingu. Porsche mun hefja sölu nýs 718 Boxster þann 30. apríl í Evrópu og mun hann kosta frá 53.646 evrum í Þýskalandi, en 718 Boxster S kostar frá 66.141 evru. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent
Ávallt tekst Porsche að auka afl bíla sinna og í leiðinni að minnka eyðslu þeirra svo um munar. Í nýrri gerð Porsche Boxster, sem nú hefur fengið stafina 718 hefur afl aukist um 35 hestöfl bæði í hefðbundinni gerð hans og í S-gerð hans, en eyðsla beggja bílanna hefur í leiðinni minnkað um 13%. Báðir fá þeir nú fjögurra strokka vélar í stað sex strokka áður. Porsche 718 Boxster er með 2,0 lítra vél sem er 300 hestöfl og eyðir aðeins 6,9 lítrum og 718 Boxster S fær 2,5 lítra vél sem er 350 hestöfl og eyðir 7,3 lítrum á hverju hundrað ekna kílómetra. Bílarnir hafa auk þess fengið öflugri bremsur og algjörlega nýjan undirvagn og fjöðrun sem tryggir enn meiri sportlega eiginleika en í forveranum, en var hann þó góður áður. Mikil breyting hefur einnig orðið á innviðum bílsins, til að mynda gerbreytt mælaborð með snertiskjá. Þetta er í fyrsta skipti frá sjöunda áratug síðustu aldar sem Porsche bíður nú bíl með fjögurra strokka vélum, en nú eru þær komnar með forþjöppur. Þær auka mjög á tog vélanna og hefur það aukist um 100 Nm í 718 Boxster og er nú 380 Nm, en í 718 Boxster S hefur aukningin orðið 60 Nm og samtals 420 Nm. Næst það tog fram á 1.900 til 4.500 snúningum. Fyrir vikið eru bílarnir þónokkuð sneggri og tekur það 718 Boxster nú 4,7 sekúndur að komast í 100 km hraða og 718 Boxster S er 4,2 sekúndur í 100. Það gerir þessa nýju kynslóð 718 Boxster 0,8 sekúndum fljótari og 718 Boxster S 0,6 sekúndum fljótari. Hámarkshraði aflminna bílsins er 275 km/klst og þess aflmeiri 285 km/klst. Báða bílana má fá með beinskiptingu, sem og PDK sjálfskiptingu. Porsche mun hefja sölu nýs 718 Boxster þann 30. apríl í Evrópu og mun hann kosta frá 53.646 evrum í Þýskalandi, en 718 Boxster S kostar frá 66.141 evru.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent