Kallað eftir aðgerður vegna áhrifa innflutningsbanns Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:27 Steingrímur J. Sigfússon segir launafólk og byggðir á norðaustur og austurlandi verða fyrir tekjumissi vegna innflutningsbanns Rússa. VÍSIR/STEFÁN Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira