Innlent

Veðrið hefur náð hámarki í höfuðborginni

Birgir Olgeirsson skrifar
Veðrið verður gengið niður í höfuðborginni á milli klukkan 21 og 22 í kvöld.
Veðrið verður gengið niður í höfuðborginni á milli klukkan 21 og 22 í kvöld. Vísir/vilhelm
Óveðrið í Reykjavík hefur náð hámarki og er búist við að það verði að mestu gengið niður á milli klukkan 21 og 22 í kvöld. Heldur hefur hlýnað og því hefur úrkoman breyst úr slyddu yfir í rigningu í höfuðborginni og því lítur veðrið skaplegra út núna.

Annarstaðar á landinu er vonskuveður. Á Suðausturlandi gengur veðrið ekki niður fyrr en seint í nótt, í fyrramálið á Austurlandi, undir hádegi á morgun á Norðurlandi og ekki fyrr en á milli 17 og 18 annað kvöld á Vestfjörðum.

Hér má sjá upplýsingar um lokanir á vegum. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:


Norðaustanátt, víða 8-15 m/s og él, en 13-20 og snjókoma á Vestfjörðum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina.

Á sunnudag:


Allhvöss eða hvöss norðaustanátt og él, en úrkomulítið vestanlands. Heldur kólnandi.

Á mánudag og þriðjudag:


Ákveðin norðaustlæg átt og dálítil él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost.

Á miðvikudag:


Útlit fyrir hæglætisveður, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Talsvert frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×