Forseti UFC: Ég veit ekki hvernig Conor ætlar að vinna Dos Anjos | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2016 12:00 Rafael dos Anjos, Dana White og Conor McGregor á blaðamannafundi. vísir/getty Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016 MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Conor McGregor, heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC, reynir þann 5. mars að verða fyrsti maðurinn í sögu UFC til að bera tvo heimsmeistaratitla. Hann berst við Brasilíumanninn Rafael dos Anjos í Las Vegas á UFC 196-bardagakvöldinu um heimsmeistaratitilinn í léttvigt, en þessi 31 árs gamli Brassi er lang bestur í léttvigtinni þessa stundina. „Ég veit ekki hvernig Conor á að vinna þennan bardaga. Hann er fjaðurvigtarmeistarinn en er að færa sig upp um þyngdarflokk og berjast við skrímsli,“ segir Dana White, forseti UFC. Það að White hafi ekki tröllatrú á Conor kemur nokkuð á óvart en hingað til hefur forsetinn stutt írska vélbyssukjaftinn í öllu sem hann hefur gert. Dos Anjos varð heimsmeistari í léttvigt í mars í fyrra þegar hann barði Anthony Pettis sundur og saman og vann á stigum. Hann varði svo titilinn gegn Donald „Cowboy“ Cerrone í desember með rothöggi í fyrstu lotu. White hefur áhyggjur af Conor og telur að hann muni tapa sínum fyrsta bardaga í UFC laugardagskvöldið 5. mars því það er meira en að segja það að fara upp um þyngdarflokk í UFC. „Anjos rústaði Cowboy Cerrone og Anthony Pettis. Þetta er ekki eins og í hnefaleikum þar sem þú ferð upp um 1 eða 1,3 kíló. Hann er að fara upp um tæp sjö kíló,“ segir Dana White..@ufc President @danawhite tells @anezbitt he doesn't see how @TheNotoriousMMA could win his next fight.https://t.co/C6hU5npDbK— AtTheBuzzer (@TheBuzzerOnFOX) February 4, 2016
MMA Tengdar fréttir Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45 Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45 Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30 Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Hafþór fann ekki fyrir höggunum frá Conor Það vakti heimsathygli er Hafþór Júlíus Björnsson og Conor McGregor tóku létta rimmu í október síðastliðnum. 29. janúar 2016 13:45
Gunnar farinn til Dublin að aðstoða Conor Conor McGregor er að undirbúa sig á fullu þessa dagana fyrir titilbardaga í léttvigt gegn meistaranum Rafael dos Anjos. 3. febrúar 2016 13:45
Aldo krefst þess að fá annað tækifæri gegn Conor Það hefur lítið farið fyrir Brasilíumanninum Jose Aldo síðan Írinn Conor McGregor rotaði hann rétt fyrir jól. 28. janúar 2016 14:30
Prestur biður fyrir því að Guð skjóti eldingu í Conor McGregor Ansi margir í UFC vilja rota Írann Conor McGregor og nú þarf hann að hafa áhyggjur af því að æðri máttarvöld reyni að slá hann niður. 2. febrúar 2016 13:30