„Dagur, við þurfum þig í miklu fleiri íþróttum“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2016 11:00 Mynd/Skjáskot Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar um að hann gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið hafa vakið mikla athygli en Dagur hefur verið í sviðsljósinu í Þýskalandi eftir að hann gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi. Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni „Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“ „Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“ „Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“ „Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“ „Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“ „Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“ „Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59 Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30 Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00 Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30 Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Dagur uppljóstrar leyndarmálinu Landsliðsþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, Dagur Sigurðsson, birti á samfélagsmiðlum á morgun mynd af leikáætlun sinni fyrir úrslitaleikinn gegn Spánverjum. 3. febrúar 2016 10:59
Brand: Dagur er einstakur karakter Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert. 2. febrúar 2016 11:30
Landslið Dags vinsælla en Bayern München Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, er orðinn þjóðhetja í Þýskalandi eftir að hafa stýrt Þjóðverjum til sigurs á EM. Áhuginn á landsliðinu náði nýjum hæðum eins og hann upplifði í leigubílsferð. 3. febrúar 2016 06:00
Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun. 2. febrúar 2016 10:30
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu. 1. febrúar 2016 11:00