Hrókeringar í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2016 12:40 Hrókeringar eru í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm/Daníel/Stefan Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13