Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 7. febrúar 2016 00:01 Adam Haukur Baumruk. Vísir/Vilhelm Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“ Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira
Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“
Olís-deild karla Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Sjá meira