Körfubolti

Hildur Björg með tvennu í sigri Texas Rio Grande | Elvar með 11 stoðsendingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hildur Björg í leik með íslenska landsliðinu gegn Mónakó á Smáþjóðaleikunum í fyrra.
Hildur Björg í leik með íslenska landsliðinu gegn Mónakó á Smáþjóðaleikunum í fyrra. vísir/ernir
Eftir þrjá tapleiki í röð komust Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur hennar í Texas Rio Grande á sigurbraut í bandaríska háskólaboltanum þegar þær báru sigurorð af Grand Canyon, 66-68.

Hildur Björg átti fínan leik í liði Texas Rio Grande en hún skoraði 11 stig, tók 13 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hildur lék alls 38 mínútur í leiknum.

Elvar Már Friðriksson var gjafmildur þegar Barry University vann nokkuð öruggan sigur á Palm Beach Atlantic, 116-92. Staðan í hálfleik var 51-33, Barry í vil.

Elvar gaf alls 11 stoðsendingar á félaga sína í leiknum en Njarðvíkingurinn skoraði auk þess þrjú stig, tók tvö fráköst og stal boltanum tvisvar.

Það gekk jafn vel hjá Kristófer Acox og félögum hans í Furman háskólanum en þeir töpuðu, 62-54, fyrir Chattanooga.

Kristófer skoraði átta stig í leiknum og tók fjögur fráköst. Hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum utan af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×