„Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma“ Jakob Bjarnar skrifar 9. febrúar 2016 13:33 Heimsmaðurinn Atli Steinn segir dvölina á AdaM hótel hafa verið alveg einstaklega ánægjulega. visir/Brink/Rósa Lind Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016 Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Atli Steinn Guðmundsson, sem búsettur er úti í Noregi hvar hann starfar hjá NorSea group, leggur orð í belg umræðunnar um AdaM hótel en Ragnar Guðmundsson hótelstjóri liggur nú undir ámæli fyrir að hafa varað gesti við kranavatninu – en vill í sama mund selja þeim vatnsflöskur hótelsins á 400 krónur.Vísir greindi frá málinu í gær og vakti það verulega athygli. „Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nöturlegum frásögnum á TripAdvisor og Ragnar Guðmundsson var séntilmaður fram í fingurgóma,“ segir Atli Steinn á Facebooksíðu sinni, og siglir þar nokkuð á móti straumnum, en það að vilja vara við íslenska kranavatninu þykir á mörgum bæjum hálfgert guðlast.Neytendastofa er komin í málið og vill fá skýringar. Vísi hefur ekki enn tekist að ná tali af Ragnari, en Atli ber honum vel söguna. Og heldur áfram að lýsa reynslu sinni af dvöl sinni á AdaM hótel. „Vatnsflöskurnar voru ekki komnar til sögunnar þarna og ekki reyndi á gæði kranavatns þar sem ég drakk eingöngu áfengi á hótelinu. Fólk getur svo sem haft horn í síðu gamaldags innréttinga, mér fannst þær nú bara setja vissan svip á upplifunina, en það sem klárlega stóð upp úr var staðsetningin sem var alveg kjörin um áramót, verði var mjög stillt í hóf, sennilega einhver 90.000 kall fyrir fjórar nætur og þar af nýársnótt,“ skrifar Atli. Hann segir að líkt og á Hótel Leifi Eiríkssyni þarna rétt hjá fjórum árum áður vorum hann og kona hans Rósa Lind Björnsdóttir, einu Íslendingarnir á hótelinu yfir þessi áramót, sem Atli Steinn segir hressandi. „Lítið erlent barn í næsta herbergi bauð okkur súkkulaði og óskaði gleðilegs árs þegar við litum inn skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að sækja vistir í næsta gleðskap en dagskráin var þéttpökkuð. Það er mér gleði að veita Hótel Adam mín bestu meðmæli, vatn á flöskum eður ei.“Við áttum nú góðar stundir þarna á Hótel Adam yfir áramótin 2014 – ˈ15, fengum þokkalegasta herbergi hvað sem leið nö...Posted by Atli Steinn Guðmundsson on 8. febrúar 2016
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Sérstakt bjórtilboð á Hótel AdaM Forsvarsmenn Hótel AdaM hafa tekið Facebook-síðu sína niður. 9. febrúar 2016 12:08