Dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina í listum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 13:15 "Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla,“ segir Elísabet Indra í Mengi. Vísir/Stefán Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið