Brá mikið við símtal frá lögreglunni Birta Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2016 19:30 Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent