Ríkar heimildir til fjártöku af útlendingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2016 20:30 Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór. Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Hælisleitendur og útlendingar sem koma til Íslands án dvalarleyfis þurfa að greiða fyrir kostnað við réttaraðstoð og kostnað sem hlýst af brottflutningi þeirra frá landinu. Þá má gera farseðla þeirra upptæka og almennt er kannað hvað þeir hafa á sér af peningum þegar þeir koma til Íslands. Lög sem samþykkt voru á danska þjóðþinginu um upptöku verðmæta flóttafólks þykja mjög umdeild á heimsvísu en þau þykja ómannúðleg og grimmdarleg. Sambærilegar heimildir eru hins vegar í íslensku útlendingalögunum sem lögfest voru 2002. Í 34. grein útlendingalaga segir: „Krefja skal útlending um endurgreiðslu kostnaðar af réttaraðstoð að hluta til eða að öllu leyti ef hann hefur ráð á því.“ Í 56. grein segir: „Útlendingur, sem færður er úr landi samkvæmt lögunum, skal greiða kostnað af brottför sinni. Útlendingurinn skal einnig greiða kostnað af gæslu þegar hennar er þörf vegna þess að útlendingurinn fer ekki úr landi af sjálfsdáðum.“ Það má gera fjárnám vegna kröfunnar og hún getur jafnframt verið grundvöllur frávísunar ef viðkomandi kemur aftur til Íslands síðar. Lögreglunni er heimilt að haldleggja farseðla sem finnast í fórum útlendings og peninga til að greiða kröfu vegna brottför og gæslu. Þetta gildir hins vegar ekki um mál sem varða Dyflinnar-tilskipunina, það er þegar hælisleitandi er endursendur til þess lands sem hann kom fyrst til inn á Schengen-svæðinu. Ívar Þór Jóhannsson lögmaður hefur gætt hagsmuna hælisleitenda í málum hjá Útlendingastofnun. „Mín reynsla er sú að þeir aðilar sem leita hingað eftir hæli eru yfirleitt að flýja einhvers konar neyð og eru þá slippir og snauðir þegar þeir koma hingað. Þannig að í raun reynir lítið á ákvæðin. En þar fyrir utan hef ég ekki rekið mig á að stjórnvöld hafi verið að beita þessum ákvæðum neitt markvisst. Hælisleitendur eru inntir eftir því hvort þeir séu með fjármuni eða eitthvað slíkt en ekki að þeim sé ráðstafað eftir þessum heimildum,“ segir Ívar Þór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17 Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49 Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00 Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24 Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Umdeilt flóttamannafrumvarp fyrir danska þingið Danska þingið mun greiða atkvæði síðar í dag um umdeilt frumvarp sem gerir ríkinu kleift að leggja hald á eignir flóttamanna sem þangað koma, til þess að greiða fyrir uppihald þeirra. 26. janúar 2016 08:17
Eygló hefur áhyggjur af stöðu flóttamanna í Evrópu Guðmundur Steingrímsson segir nýleg lög um flóttamenn í Danmörku forkastanleg og í andstöðu við mannréttindahefðir Norðurlandanna. 28. janúar 2016 12:49
Sótt að Dönum á Evrópuþingi Tveir ráðherrar úr dönsku stjórninni sátu undir harkalegri gagnrýni frá þingmönnum Evrópuþingsins í gær, þar sem áform Dana um að taka fé af flóttafólki voru til umræðu. 26. janúar 2016 07:00
Spyr hvort flóttamenn hafi verið krafðir um endurgreiðslu kostnaðar Heimilt hefur verið að krefja hælisleitendur um endurgreiðslu hluta kostnaðar frá árinu 2010. 27. janúar 2016 20:24
Lagafrumvarp í Danmörku gagnrýnt víða Frumvarpið heimilar yfirvöldum að leggja hald á eignir flóttafólks. 26. janúar 2016 22:56