Sakar Birgittu um að ausa þingmenn auri og lygum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:44 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata um það að ata aðra þingmann auri og lygum á Alþingi í dag. Hún segir styrki fyrirtækja til þingmanna hafa áhrif á störf þeirra. Ásmundur Friðriksson ítrekaði andstöðu sína við þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gegn Rússum á Alþingi í dag. Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stóli að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. janúar síðast liðinn þar sem fjallað var um viðskiptabannið segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar auri og lygum með því. En því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá þingmanninum Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Ásmundur. Vitnaði þingmaðurinn síðan til ummæla Birgittu. Birgitta sagðist aðeins hafa bent á að hagsmuni kynnu að ráða för þegar kæmi að málefnum útgerðarinnar og gögn um stuðning við Sjálfstæðisflokkinn og þingmenn hans lægju fyrir. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann,“ sagði Birgitta og sagði auðvelt að fletta upp styrkjum til Ásmundar og annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur sagði að það væri engin launung hvaða stuðning hann hefði fengið í prófkjöri sem væri um 100 þúsund frá einu útgerðarfyrirtæki. Birgitta og aðrir þingmenn ættu að skammast sín fyrir málflutninginn. Yfirlit yfir styrki Ásmundar má sjá í frétt frá því fyrr í dag. Birgitta sagðist hins vegar aldrei hafa nafngreint Ásmund í umræddu viðtali en hún aftur á móti kynnt sér styrki útgerðarfyrirtækja til þingmanna Sjálfstæðisflokksins. „Ef að þingmenn þola ekki að heyra að það er klárlega þannig að ef maður er styrktur af fyrirtækjum, þá mun það alltaf hafa einhver áhrif á dómgreind manns. Þess vegna hef ég verið alfarið á móti því að flokkar og þingmenn þiggi fjárstuðning frá fyrirtækjum,“ sagði Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir "Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Ásmundur Friðriksson segir þingmann Pírata hafa atað þingmenn aur og lygum vegna ummæla um að þeir þingmenn sem hafi talað máli útgerðarinnar gagnvart viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. 20. janúar 2016 16:17