Bent Nyegaard: Besti leikur danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 09:00 Guðmundur Guðmundsson fagnar einu af mörgum mörkum danska liðsins í gær. Vísir/EPA Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi. Danska pressan er mjög ánægð með leikinn og ekki síst með framgöngu íslenska þjálfara liðsins, Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur fékk að heyra það eftir að danska liðið rétt marði Svartfellinga í leiknum á undan en það er öllu skemmtilegra fyrir okkar mann að lesa dönsku blöðin í dag. Bent Nyegaard, hinn virti handboltasérfræðingur TV2, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska landsliðsþjálfarann en Guðmundur fær ekkert nema hrós frá honum eftir leikinn í gær. Bent Nyegaard gefur Guðmundi fimm í einkunn eða fullt hús. Þrír aðrir leikmenn liðsins fá sömu toppeinkunn eða þeir Casper U. Mortensen, Mikkel Hansen og Mads Christiansen. „Besti leikur liðsins undir stjórn Guðmundssonar. Fullkomið skipulag danska liðsins sá til þess að Ungverjarnir voru áttu engin svör, hvort sem það kom að taktík eða hraðari fótum. Þjálfarinn keyrði upp hraðann í sóknarleik liðsins. Kannski ekki fullkominn leikur en strákarnir hans Guðmundssonar eru á leiðinni þangað," sagði Bent Nyegaard um Guðmund. Bent Nyegaard hafði gagnrýnt það hvernig Guðmundur meðhöndlaði stórstjörnu sína Mikkel Hansen en Hansen var frábær gegn Ungverjum með níu mörk og tíu stoðsendingar. Nyegaard valdi hann bestan í danska liðinu. Guðmundur fær ekki bara flotta einkunn hjá Bent Nyegaard heldur einnig hjá DR og hjá Ekstra Bladet. Danir mæta Spánverjum í fyrsta leik milliriðilsins á sunnudaginn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi. Danska pressan er mjög ánægð með leikinn og ekki síst með framgöngu íslenska þjálfara liðsins, Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur fékk að heyra það eftir að danska liðið rétt marði Svartfellinga í leiknum á undan en það er öllu skemmtilegra fyrir okkar mann að lesa dönsku blöðin í dag. Bent Nyegaard, hinn virti handboltasérfræðingur TV2, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska landsliðsþjálfarann en Guðmundur fær ekkert nema hrós frá honum eftir leikinn í gær. Bent Nyegaard gefur Guðmundi fimm í einkunn eða fullt hús. Þrír aðrir leikmenn liðsins fá sömu toppeinkunn eða þeir Casper U. Mortensen, Mikkel Hansen og Mads Christiansen. „Besti leikur liðsins undir stjórn Guðmundssonar. Fullkomið skipulag danska liðsins sá til þess að Ungverjarnir voru áttu engin svör, hvort sem það kom að taktík eða hraðari fótum. Þjálfarinn keyrði upp hraðann í sóknarleik liðsins. Kannski ekki fullkominn leikur en strákarnir hans Guðmundssonar eru á leiðinni þangað," sagði Bent Nyegaard um Guðmund. Bent Nyegaard hafði gagnrýnt það hvernig Guðmundur meðhöndlaði stórstjörnu sína Mikkel Hansen en Hansen var frábær gegn Ungverjum með níu mörk og tíu stoðsendingar. Nyegaard valdi hann bestan í danska liðinu. Guðmundur fær ekki bara flotta einkunn hjá Bent Nyegaard heldur einnig hjá DR og hjá Ekstra Bladet. Danir mæta Spánverjum í fyrsta leik milliriðilsins á sunnudaginn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira