Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Ritstjórn skrifar 21. janúar 2016 10:30 Glamour/Getty Það er líklega hátt hlutfall lesenda sem hoppaði í gallabuxur í morgun. Allir eiga allavega einar en halda áfram að berjast við að finna þessar einu réttu, rétta litinn, sniðið og stærðina. Einn stærsti kosturinn við gallabuxur er auðvitað sú staðreynd að þær passa við nánast allt (sagði einhver galla á galla?) og því hægt að klæða bæði upp og niður. Heitasta sniðið í ár eru ökklasíðar gallabuxur sem eru með beinu eða útvíðu sniði, háar í mittið og í hinum klassíska millibláa lit. Í janúarblaði Glamour má finna ítarlega umfjöllun um þennan góða grunn sem er lykillinn að góðum fataskáp, þar leika gallabuxur stórt hlutverk - við mælum með að grípa sér eintak, lesa og læra. Glamour tók hér saman nokkrar fagrar gallabuxur frá götutískunni. Þetta snið er komið á óskalistann okkar. Háar í mittið og rúllað upp á skálmarnar.Millibláar við háa hæla.Við kimono og kvenlega skó.Háar í mittið.Rúllað upp á skálmar og óvenjulegur litur.Smart að girða ofaní.Víðar skálmar.Einmitt rétti liturinn og sniðið. Glamour Tíska Mest lesið Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Íslenskar konur klæðast svörtu Glamour Flottustu töskurnar frá tískumánuðinum Glamour Versace sýnir guðdómlega kjóla í París Glamour Sienna Miller er sumarleg í Chanel Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Milan Fashion Week: Stórir lokkar fyrir næsta sumar Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour
Það er líklega hátt hlutfall lesenda sem hoppaði í gallabuxur í morgun. Allir eiga allavega einar en halda áfram að berjast við að finna þessar einu réttu, rétta litinn, sniðið og stærðina. Einn stærsti kosturinn við gallabuxur er auðvitað sú staðreynd að þær passa við nánast allt (sagði einhver galla á galla?) og því hægt að klæða bæði upp og niður. Heitasta sniðið í ár eru ökklasíðar gallabuxur sem eru með beinu eða útvíðu sniði, háar í mittið og í hinum klassíska millibláa lit. Í janúarblaði Glamour má finna ítarlega umfjöllun um þennan góða grunn sem er lykillinn að góðum fataskáp, þar leika gallabuxur stórt hlutverk - við mælum með að grípa sér eintak, lesa og læra. Glamour tók hér saman nokkrar fagrar gallabuxur frá götutískunni. Þetta snið er komið á óskalistann okkar. Háar í mittið og rúllað upp á skálmarnar.Millibláar við háa hæla.Við kimono og kvenlega skó.Háar í mittið.Rúllað upp á skálmar og óvenjulegur litur.Smart að girða ofaní.Víðar skálmar.Einmitt rétti liturinn og sniðið.
Glamour Tíska Mest lesið Ein flík, endalausir möguleikar Glamour Íslenskar konur klæðast svörtu Glamour Flottustu töskurnar frá tískumánuðinum Glamour Versace sýnir guðdómlega kjóla í París Glamour Sienna Miller er sumarleg í Chanel Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Milan Fashion Week: Stórir lokkar fyrir næsta sumar Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour Sienna Miller frumsýndi sumarlínu Sólveigar Glamour Abbey Lee nýtt andlit Superga Glamour