Ósamkomulag um sölu bankanna milli stjórnarflokkanna Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2016 21:09 Fjármálaráðherra segir farsælast að einkaaðilar eigi íslensku bankana en ríkið haldi þó minnihluta í einum banka. Þá sé æskilegt að erlendir aðilar koma að rekstri bankanna. Formaður Samfylkingarinnar óttast að aðrir hagsmunir en almennings ráði för við sölu ríkisins á hlutum í Landsbanka og Íslandsbanka. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að menn þyrftu að spyrja sig nú hvort yfirleitt hastaði að selja bankana þegar gjaldeyrishöft væru enn við lýði og enginn innlendur aðili gæti fyrir eigin rammleik keypt bankana. „Ég get sagt fyrir mig að það væri eðlilegt að sjá fyrir sér hlutdeild ríkisins í Landsbankanum til langframa. Hún þarf ekki endilega að vera meirihlutaeign en þarf að vera þannig að ríkið hafi lykilstöðu þar. Andspænis dreifðu eignarhaldi. Það er líka mikilvægt að tryggja fjölbreytt eignarhald annarra banka á Íslandi. Helst þannig að lífeyrissjóðir komi að einum banka og erlent eignarhald verði á þeim þriðja,“ sagði Árni Páll. Þá þyrfti að ræða frekari breytingar á bankakerfinu. En um allan heim væri talað um hvernig bankakerfið þjónaði í vaxandi mæli fyrst og fremst sjálfu sér. „Sjúgi verðmæti af verðmætaskapandi atvinnulífi og heimilum. Búi til sífellt flóknari og flóknari afurðir til að tryggja stjórnendum og þeim sem starfa innan geirans gríðarlegar tekjur, bónusa og ávinning en almenningur sitji uppi með herkostnaðinn,“ sagði Árni Páll.Fjármálaráðherra vil banka í einkaeigu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í öllum meginatriðum vera sammála uppleggi formanns Samfylkingarinnar. „Um að fjármálakerfið eigi ekki að uppistöðu að vera í höndum ríkisins. Það getur verið ákjósanlegt fyrir okkur að eiga umtalsverðan hlut en þó minnihluta í einum banka til lengri tíma. En að öðru leyti eigi bankarnir að og fjármálakerfið að vera í höndum einkaaðila. Og ég er líka sammála háttvirtum þingmanni þegar hann segir að það væri ágætt að fá erlent eignarhald að a.m.k. einum bankanna,“ sagði Bjarni. Það hafi verið reynt við fyrri einkavæðingu en ekki tekist. Bankasýslan hefur nú þegar heimild Alþingis til að selja tæplega 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Andstaða er hins vegar við þá sölu innan Framsóknarflokksins. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir offramboð á hlutabréfum í bönkum um þessar mundir, kaupendur séu ekki í sjónmáli og ekki líkur á að gott verð fengist fyrir bréfin. „Ríkið hefur uppskorið mikinn arð af eign sinni í Landsbankanum. Samtals um 200 milljarða. Til viðbótar mun vera hægt að greiða 63 milljarða úr bankanum á þessu ári í ríkissjóð. Þótt gert sé ráð fyrir hóflegri arði í framtíðinni mun hann samt áfram verða hærri en kostnaður ríkisins við það að eiga hlutinn áfram. Með þvi að eiga eignarhlutinn áfram munu allir landsmenn njóta góðs af þeim ávinningi sem rennur í ríkissjóð,“ segir Frosti Sigurjónsson. Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Fjármálaráðherra segir farsælast að einkaaðilar eigi íslensku bankana en ríkið haldi þó minnihluta í einum banka. Þá sé æskilegt að erlendir aðilar koma að rekstri bankanna. Formaður Samfylkingarinnar óttast að aðrir hagsmunir en almennings ráði för við sölu ríkisins á hlutum í Landsbanka og Íslandsbanka. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að menn þyrftu að spyrja sig nú hvort yfirleitt hastaði að selja bankana þegar gjaldeyrishöft væru enn við lýði og enginn innlendur aðili gæti fyrir eigin rammleik keypt bankana. „Ég get sagt fyrir mig að það væri eðlilegt að sjá fyrir sér hlutdeild ríkisins í Landsbankanum til langframa. Hún þarf ekki endilega að vera meirihlutaeign en þarf að vera þannig að ríkið hafi lykilstöðu þar. Andspænis dreifðu eignarhaldi. Það er líka mikilvægt að tryggja fjölbreytt eignarhald annarra banka á Íslandi. Helst þannig að lífeyrissjóðir komi að einum banka og erlent eignarhald verði á þeim þriðja,“ sagði Árni Páll. Þá þyrfti að ræða frekari breytingar á bankakerfinu. En um allan heim væri talað um hvernig bankakerfið þjónaði í vaxandi mæli fyrst og fremst sjálfu sér. „Sjúgi verðmæti af verðmætaskapandi atvinnulífi og heimilum. Búi til sífellt flóknari og flóknari afurðir til að tryggja stjórnendum og þeim sem starfa innan geirans gríðarlegar tekjur, bónusa og ávinning en almenningur sitji uppi með herkostnaðinn,“ sagði Árni Páll.Fjármálaráðherra vil banka í einkaeigu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í öllum meginatriðum vera sammála uppleggi formanns Samfylkingarinnar. „Um að fjármálakerfið eigi ekki að uppistöðu að vera í höndum ríkisins. Það getur verið ákjósanlegt fyrir okkur að eiga umtalsverðan hlut en þó minnihluta í einum banka til lengri tíma. En að öðru leyti eigi bankarnir að og fjármálakerfið að vera í höndum einkaaðila. Og ég er líka sammála háttvirtum þingmanni þegar hann segir að það væri ágætt að fá erlent eignarhald að a.m.k. einum bankanna,“ sagði Bjarni. Það hafi verið reynt við fyrri einkavæðingu en ekki tekist. Bankasýslan hefur nú þegar heimild Alþingis til að selja tæplega 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Andstaða er hins vegar við þá sölu innan Framsóknarflokksins. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir offramboð á hlutabréfum í bönkum um þessar mundir, kaupendur séu ekki í sjónmáli og ekki líkur á að gott verð fengist fyrir bréfin. „Ríkið hefur uppskorið mikinn arð af eign sinni í Landsbankanum. Samtals um 200 milljarða. Til viðbótar mun vera hægt að greiða 63 milljarða úr bankanum á þessu ári í ríkissjóð. Þótt gert sé ráð fyrir hóflegri arði í framtíðinni mun hann samt áfram verða hærri en kostnaður ríkisins við það að eiga hlutinn áfram. Með þvi að eiga eignarhlutinn áfram munu allir landsmenn njóta góðs af þeim ávinningi sem rennur í ríkissjóð,“ segir Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Tengdar fréttir Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47 Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34 Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50 Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Landsbankinn hafnar ummælum Árna Páls Landsbankinn hafnar algjörlega ummælum sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét falla um bankann í gær. 21. janúar 2016 09:47
Skipuðu Landsbankanum ekki að selja Borgun Samkeppniseftirlitið fellst ekki á að ráðstafanir þeirra hafi haft áhrif á skilmála eða viðskiptakjör sölunnar. 21. janúar 2016 18:34
Vill að FME rannsaki sölu Landsbankans á Borgun Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör. 20. janúar 2016 16:50
Landsbankinn tryggði sig fyrir Visa samningi við sölu á Valitor en ekki Borgun Landsbankinn seldi Arion banka hlut í Valitor með ákvæði um að bankinn fengi greitt ef Visa Inc. seldi Visa Europe. Sambærilegt ákvæði var ekki gert við söluna á Borgun. 21. janúar 2016 06:00