Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2016 09:44 Verulegar líkur eru á því að Linda muni gefa á sér kost í baráttuna um Bessastaði, en undirbúningur hugsanlegs framboðs hennar hefur staðið lengi. Lindu Pétursdóttur, athafnakonu og fyrrum alheimsfegurðardrottningu, hefur á undanförnum vikum borist mikill fjöldi áskorana um að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Vegna þessa, hefur undirbúningshópur komið reglulega saman í þeim tilgangi, að undirbúa slíkt hugsanlegt framboð. Einn úr hópnum, Árni Stefán Árnason dýraréttindalögfræðingur, segir að þetta hafi verið til athugunar nú í þó nokkurn tíma. „Hún vill leggja gott af mörkum og nýta frægð sína í þágu góðra mála á Íslandi og á alþjóðavettvangi, að sjálfsögðu, konan er heimþekkt.“Árni Stefán dýralögfræðingur er í undirbúningshópi fyrir mögulegt framboð Lindu.Samkvæmt Árna Stefáni hefur Linda lengi velt fyrir sér þessum möguleika og hefur mikinn áhuga á því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Linda lítur einkum til Vigdísar Finnbogadóttur og vill vera sameiningartákn, öðru fremur. Sjálf segist Linda , vegna hvatninga, hafa vaxandi áhuga á að þjóna þjóð sinni í þessu áhrifamikla embætti og bjóða henni þannig, að njóta góðs af þeirri góðvild, sem hún hefur áunnið sér um allan heim, án þess þó að hafa tekið endanlega ákvörðun um framboð. Linda er stödd erlendis. Hún segist hafa sérstakan áhuga á samfélagsumbótum, bættum hag allra Íslendinga, með búsetureynslu sinni úr dreifbýli og þéttbýli. Þá hefur hún mikinn áhuga á öllum málefnum, sem lúta að umhverfisvernd. Innan undirbúningshóps forsetaframboðs Lindu velkjast menn hvergi í vafa um að hún yrði góður og farsæll leiðtogi innanlands sem utan; hún gæti með hugsjónum sínum haft jákvæð áhrif um allan heim, enda vel þekkt, vinsæl og jákvæð en á sama tíma einbeitt og vel til þess fallin að koma góðum verkum áleiðis, mannkyni og umhverfi til framdráttar. Ef af verður mun formleg tilkynning um framboðið liggja fyrir innan tíðar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Lindu Pétursdóttur, athafnakonu og fyrrum alheimsfegurðardrottningu, hefur á undanförnum vikum borist mikill fjöldi áskorana um að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Vegna þessa, hefur undirbúningshópur komið reglulega saman í þeim tilgangi, að undirbúa slíkt hugsanlegt framboð. Einn úr hópnum, Árni Stefán Árnason dýraréttindalögfræðingur, segir að þetta hafi verið til athugunar nú í þó nokkurn tíma. „Hún vill leggja gott af mörkum og nýta frægð sína í þágu góðra mála á Íslandi og á alþjóðavettvangi, að sjálfsögðu, konan er heimþekkt.“Árni Stefán dýralögfræðingur er í undirbúningshópi fyrir mögulegt framboð Lindu.Samkvæmt Árna Stefáni hefur Linda lengi velt fyrir sér þessum möguleika og hefur mikinn áhuga á því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Linda lítur einkum til Vigdísar Finnbogadóttur og vill vera sameiningartákn, öðru fremur. Sjálf segist Linda , vegna hvatninga, hafa vaxandi áhuga á að þjóna þjóð sinni í þessu áhrifamikla embætti og bjóða henni þannig, að njóta góðs af þeirri góðvild, sem hún hefur áunnið sér um allan heim, án þess þó að hafa tekið endanlega ákvörðun um framboð. Linda er stödd erlendis. Hún segist hafa sérstakan áhuga á samfélagsumbótum, bættum hag allra Íslendinga, með búsetureynslu sinni úr dreifbýli og þéttbýli. Þá hefur hún mikinn áhuga á öllum málefnum, sem lúta að umhverfisvernd. Innan undirbúningshóps forsetaframboðs Lindu velkjast menn hvergi í vafa um að hún yrði góður og farsæll leiðtogi innanlands sem utan; hún gæti með hugsjónum sínum haft jákvæð áhrif um allan heim, enda vel þekkt, vinsæl og jákvæð en á sama tíma einbeitt og vel til þess fallin að koma góðum verkum áleiðis, mannkyni og umhverfi til framdráttar. Ef af verður mun formleg tilkynning um framboðið liggja fyrir innan tíðar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16