Key West Tropical þema í barnaherberginu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. janúar 2016 14:00 Sonja Bent fatahönnuður með drenginn sinn, Mána. Æskuár Sonju á Flórída voru henni ofarlega í huga þegar hún innréttaði barnaherbergið. Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“ Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Strendur Flórída rötuðu alla leið upp í Breiðholt þegar Sonja Bent fatahönnuður útbjó barnaherbergi 4 mánaða sonar síns Mána. Skeljar sem Sonja safnaði sjálf í æsku á ströndinni í Key West nýtti hún í óróra fyrir ofan vögguna sem er handhnýtt og hangir úr loftinu. Er eitthvert þema í herberginu? „Æska mín var mér mjög ofarlega í huga þegar ég fór að útfæra herbergið hans, en frá níu mánaða aldri var ég með með annan fótinn í Key West á Flórída. Bakgarðurinn á húsinu var ströndin. Þetta voru æðislegir tímar. Pabbi að veiða og kafa eftir humri. Mamma og systir mín á fullu að hnýta macrame-blómapotta, hengirúm og alls kyns fínerí og við krakkarnir að leika okkur á ströndinni. Úr varð „Key West Tropical“ þema.“Vegglímmiðarnir koma frá Urban Walls og skapa ekta strandstemmingu í herberginu.Hvað þurfti að gera? „Herbergið er inn af okkar svefnherbergi og var lokað af sem fataherbergi. Við þurftum því að taka niður hurð og vegg og opna inn í rýmið, parketleggja og mála.“Vaggan er handhnýtt af hjónum í Níkaragva. myndir/ernirVaggan hnýtt í Níkaragva „Það hvarflaði að mér í smá stund að reyna að útbúa vöggu fyrir hann úr macrame-hnýtingum til að fullkomna þemað en fann síðan æðisleg hjón í Níkaragva sem búa til fallegar vöggur og hengirúm, HangAhammock. Þetta er ótrúlega vönduð og falleg vagga og Máni elskar að vera í henni. Hentar svo vel að hún skuli hanga upp á að geta ruggað honum í svefn. Svo fann ég þessa æðislegu pálmatréslímmiða og fugla sem gefa silúettu af hitabeltislandslagi hjá Urban Walls í Bandaríkjunum sem systir mín ákvað að gefa Mána í herbergið.“Fallegir hlutir og leikföng hanga á vegg fyrir ofan skiptiborðið.Skeljasafnið varð að óróa „Skeljaóróann bjó ég til úr skeljum sem ég tíndi sem barn í Key West. Ég hef safnað skeljum og steinum allt mitt líf, árátta sem kom sér afar vel í þetta skiptið.“Loftljósið setti Sonja sjálf saman úr OYOY-óróa og viðarkúlum.Skemmtilegt loftljós „Ljósið í loftinu bjó ég til úr OYOY-óróa sem ég keypti hjá Hjarni og tók í sundur. Fékk síðan snúru og íhluti fyrir ljósið og fallega peru í Glóey. Keypti síðan viðarkúlur í Litum og föndri sem ég þræddi upp á snúruna á milli tuskudýranna.“
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira