Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:28 Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason. Stjórnmálavísir Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir þingflokk hennar ekki standa að baki frumvarpi þingflokksformannsins og fyrrverandi frambjóðanda í formannsembætti um afnám verðtryggingarinnar. Þingmennirnir leggi frumvarpið fram í eigin nafni og verði sjálfir að skýra ástæður sínar fyrir því en frumvarpið samræmist ekki stefnu Samfylkingarinnar. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður sem bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni formanni flokksins á síðasta landsfundi, lögðu fram frumvarp á Alþingi í gær um afnám verðtryggingarinnar. Árni Páll brást strax við og lýsti andstöðu sinni við frumvarpið.Er það ekki svolítið neyðarleg staða fyrir formann þegar þingflokksformaður og fyrrverandi kandidat í formannsembætti leggja svona frumvarp fram? „Nei, nei. Það er vítt til lofts og veggja í Samfylkingunni og rúmast þar ólíkar skoðanir. Þau eru þessarar skoðunar og vilja leggja þetta frumvarp fram og hafa til þess stjórnarskrárvarinn rétt sem þingmenn,“ segir Árni Páll. Hins vegar sé frumvarpið ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar og hann telji það ekki rökrétta leið að banna fólki að taka verðtryggð lán. Stefna flokksins sé hins vegar skýr og hann tali fyrir henni.Og hún er nákvæmlega hver? „Hún er sú að við viljum auka vægi óverðtryggðra lána. Við viljum auka valfrelsi fólks í lánamálum,“ segir formaðurinn. Samfylkingin vilji losna við verðtrygginguna með upptöku alvöru gjaldmiðils sem væri gjaldgengur bæði innan og utan landsteinanna. „Höfuðvandamálið er krónan sem kallar á gallaðar varnarleiðir eins og verðtryggingin óneitanlega er. Hún er dýr, hún er óhagkvæm fyrir fólkið í landinu. En hún er nauðvörn í ljósi þess hversu krónan er veik. Vandamálið er krónan og við þurfum að losna við hana,“ segir Árni Páll. Frumvörp eru tekin fyrir í þingflokkum áður en þau eru lögð fram og segir Árni að framlagning frumvarpsins hafi verið rædd í þingflokknum. „Það var tekið og rætt þar og hefur verið rætt þar nokkrum sinnum,“ segir hann.Sumir hafa haldið því fram að þau séu að leggja fram frumvarpið í einhvers konar pólitískum klókindum til þess að stríða framsóknarmönnum sem hafa boðað frumvarp sem þetta? „Það er auðvitað full ástæða til að framsóknarmenn svari því hvað þeir meini raunverulega með því þegar þeir lofa þjóðinni afnámi verðtryggingar og banni við verðtryggingu. En koma ekki með nein þingmál um það. Það er bara þeirra að svara þvi. Svo held ég að flutningsmenn sjálfir eigi að fá að útskýra sitt frumvarp, tala fyrir því og útskýra hvað þeim gangi til með því,“ segir Árni Páll Árnason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira