Sjáðu stjórnarskrártillögurnar: Tekist á um þjóðaratkvæðagreiðslur og málskotsrétt forsetans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 13:42 Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um, samkvæmt tillögunum. Vísir Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni: Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Tillögur stjórnarskrárnefndar gera ráð fyrir því að fimmtán prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög og þingsályktanir fari í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gildir þó ekki um fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum.Stendur á þjóðaratkvæðinu Til að þjóðin geti fellt lög og þingsályktanir í atkvæðagreiðslu þarf þó minnst fjórðungur kosningarbærra manna að hafna þeim. Það þýðir að ef kjörsókn er dræm er ekki sjálfgefið að lögum sé hafnað þó að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði vilji það. Undirskriftunum þarf að safna á innan við fjórum vikum frá birtingu þeirra laga eða ályktana sem kjósa á um. Atkvæðagreiðslan sjálf á síðan að fara fram innan þriggja mánaða frá því að undirskriftirnar liggja fyrir. Það geta því mest liðið fjórir mánuðir frá því að lög eru samþykkt og þar til atkvæðagreiðslan um þau hefur farið fram. Tilgreina á nánari útfærslu á hvernig standa eigi að slíkri undirskriftasöfnun með lögum.Flest klappað og klárt Enn er tekist á um hvort að þetta nýja ákvæði eigi að gilda um þingsályktanir sem hafa réttaráhrif og varða náttúru Íslands og umhverfi. Á síðasta fundi nefndarinnar vildu fulltrúar Framsóknarflokks fella út ákvæði um málskotsrétt forsetans yrði þetta samþykkt, samkvæmt heimildum Vísis. Var það eins og sprengja inn á fundinn en fram að því var talið að vinna nefndarinnar væri á lokametrunum. Í raun er búið að klára umfjöllun og afgreiðslu hinna greinanna í tillögunum. Þær snúast um takmarkað framsal ríkisins á valdheimildum ríkisins. Til að það sé heimilt verður samningurinn um framsalið að vera í þágu friðar eða efnahagsframfara, séu byggður á gagnvkæmum skyldum aðila og að stofnanir virði lýðræðislegar grundvallarreglur.Auðlinda- og náttúruverandarákvæði Tvær nýjar greinar eru að finna í tillögunum er snúa að náttúru landsins. Fyrri greinin gfelur í sér að ábyrgð á náttúruvernd hvíli sameiginlega á öllum en tryggir einnig almenningi rétt til að fara um landið. Í seinni greininni er kveðið á um að auðlindir náttúru landsins tilheyri íslensku þjóðinni. Samkvæmt tillögunni eru náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti séu þjóðareign. Enginn geti fengið þessi gæði eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og þau gæði megi ekki selja eða veðsetja. Þar kemur einnig fram að heimildir til nýtingar þessara auðlinda leiði aldrei til varanlegs eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir þeim. Hér geturðu séð nýjustu tillögur stjórnarskrárnefndarinnar í heild sinni:
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10 Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30 Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Sigmundur segir að það séu ekki tvö lið að takast á um stjórnarskrána Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í stöðu stjórnarskrárbreytinga. 19. janúar 2016 15:10
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45
Ákvæði um þjóðkirkju ekki verið rætt af stjórnarskrárnefnd Umræða um hvort ákvæði um þjóðkirkju verði í nýrri stjórnarskrá hefur ekki farið fram á vettvangi stjórnarskrárnefndar, en ný skoðanakönnun bendir til meirihlutastuðnings við aðskilnað ríkis og kirkju. Tafir verða á því að nefndin komi tillögum að stjórnarskrárbreytingum til Alþingis. 17. janúar 2016 21:30
Segir meirihlutann ætla að draga málskotsrétt forseta til baka Birgitta Jónsdóttir segir Sigmund Davíð standa í vegi fyrir því að stjórnarskrárnefnd geti skilað af sér. 19. janúar 2016 18:03