Aron vildi hætta til að fría leikmenn ábyrgð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 15:15 Aron á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Aron Kristjánsson segir að hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari strax eftir tapið gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það kom fram á blaðamannafundi HSÍ í dag.Sjá einnig: Aron hættir með landsliðið „Ég vildi byrja á því að ræða við forystu HSÍ og fara svo þessa leið. Ég held að hafi verið fínt. Þetta hefur verið góður tími,“ segir Aron og bætir við að litlu hefði mátt muna að Ísland hefði farið áfram í milliriðlakeppnina á EM í Póllandi og að þá hefði staðan verið allt önnur. „En það varð ekki raunin og því ákvað ég axla þá ábyrgð. Það var það sem ég vildi gera og fría liðið undan því. Ég vil að leikmenn geti gefið áfram kost á sér fyrir í landsliðið og gefi sig alla í verkefnið. Og ég vil að nýr þjálfari geti gert það sem þarf til að gera og koma liðinu í þær hæðir sem það á að vera í.“Sjá einnig: Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina Aron segir að í dag sé enginn vafi á því að ef allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir og leikfærir eigi Ísland heima í hópi átta bestu landsliða heims. Og að Ísland eigi að geta staðið í öllum landsliðum heims. „En þegar svo er ekki erum við frekar nær því að vera í hópnum frá níu til sextán og þannig er staðan í dag. En fyrir þetta mót taldi ég að við eigum að vera í topp átta. Ég var ósáttur við að það tókst ekki og því ákvað ég að þetta væri komið fínt hjá mér og að einhver annað kæmi að þessu.“ „Það munaði hins vegar mjög litlu að við næðum okkar markmiðum en svona getur sportið verið grimmt stundum.“Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliSamstarf við leikmenn gott Getgátur hafa verið um meinta samstarfsörðugleika Arons og leikmanna landsliðsins en það vildi Aron ekki kannast við. Nefndi hann að hann hafi rætt við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst. „Mitt samstarf við Guðjón Val var mjög gott. Hann var til fyrirmyndar sem fyrirliði og allir leikmenn að leggja sig 100 prósent fram. Það er svo stutt á milli í þessu. Meira að segja væri staðan allt önnur ef Króatar hefðu unnið Norðmenn. Þetta eru bara smáatriði.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir því að hann næði ekki lengur til leikmanna sinna í landsliðinu. „Eftir Katar fórum við í vissa naflaskoðun og við vildum blása nýju lífi í þetta lið. Enda töldum við það hafa burði til að komast á Ólympíuleika og gera góða hluti,“ segir Aron. „En menn eru oft að tala sem þekkja ekki allan sannleikann eða það sem fer fram á bakvið tjöldin. En ég átti í fínu samstarfi við leikmennina og þeir verða þá bara að segja ef það var einhvern veginn öðruvísi.“Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið Aron var spurður hvort að hann sæi eftir þeim ákvörðun sem hann tók fyrir mótið um að breyta varnarleik og varnarskipulagi íslenska landsliðsins. Sagði hann að það hafi verið reynt að fylgja eftir ákveðnum áhersluatriðum og margir hafi ef til vill ekki tekið eftir því. „Við vildum bæta varnarleikinn okkar. Glöggir handboltasérfræðingar sjá að við erum með ákveðinn fjölbreytileika í okkar varnarleik og menn sjá oft ekki þegar við erum að breyta um taktík.“ Hann segir að það hafi farið tími í að vinna með þessi atriði í undirbúningnum fyrir mótið og að það hafi þýtt að minni tími var aflögu til að vinna með aðrar tegundir af varnarleik. „Við höfum oft verið að vinna með 5-1 vörn en meiri tími fór núna í að vinna áfram með vissar skiptingar í vörn sem við töldum að myndi nýtast okkur vel í mótinu. Það er bara ákvörðun sem maður tekur,“ segir Aron um undirbúninginn.Á EM í Póllandi.VísirVandamálið var tapið gegn Hvíta-Rússlandi Tapið gegn Hvíta-Rússlandi reyndist Íslandi dýrkeypt á mótinu. Aron segir að það hafi aldrei tekist að ná upp því varnarskipulagi sem lagt var upp með í þeim leik. „Við vorum alltaf að eltast við rassgatið á sjálfum okkur. Við gerðum mistök og náðum ekki okkar fram. Þetta skapaði óöruggi og hefur ekkert að gera með það skipulag sem við viljum vinna með.“ „Vandamálið var þessi leikur gegn Hvíta-Rússlandi. Það er alltaf hægt að tapa fyrir Króatíu enda hörkulið. Ef við hefðum unnið Hvíta-Rússland þá hefði dæmið litið allt öðruvísi út.“Sjá einnig: Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan „Gegn Króatíu brotnum við. Við lendum á vegg. Það var svo margt sem fór úrskeðis og við brotnuðum við það mótlæti. Kannski var sjálfstraustið ekki meira á þeim tímapunkti að við þyldum þá pressu.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Aron Kristjánsson segir að hann hafi tekið þá ákvörðun að hætta sem landsliðsþjálfari strax eftir tapið gegn Króatíu á þriðjudaginn. Það kom fram á blaðamannafundi HSÍ í dag.Sjá einnig: Aron hættir með landsliðið „Ég vildi byrja á því að ræða við forystu HSÍ og fara svo þessa leið. Ég held að hafi verið fínt. Þetta hefur verið góður tími,“ segir Aron og bætir við að litlu hefði mátt muna að Ísland hefði farið áfram í milliriðlakeppnina á EM í Póllandi og að þá hefði staðan verið allt önnur. „En það varð ekki raunin og því ákvað ég axla þá ábyrgð. Það var það sem ég vildi gera og fría liðið undan því. Ég vil að leikmenn geti gefið áfram kost á sér fyrir í landsliðið og gefi sig alla í verkefnið. Og ég vil að nýr þjálfari geti gert það sem þarf til að gera og koma liðinu í þær hæðir sem það á að vera í.“Sjá einnig: Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur þjóðina Aron segir að í dag sé enginn vafi á því að ef allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir og leikfærir eigi Ísland heima í hópi átta bestu landsliða heims. Og að Ísland eigi að geta staðið í öllum landsliðum heims. „En þegar svo er ekki erum við frekar nær því að vera í hópnum frá níu til sextán og þannig er staðan í dag. En fyrir þetta mót taldi ég að við eigum að vera í topp átta. Ég var ósáttur við að það tókst ekki og því ákvað ég að þetta væri komið fínt hjá mér og að einhver annað kæmi að þessu.“ „Það munaði hins vegar mjög litlu að við næðum okkar markmiðum en svona getur sportið verið grimmt stundum.“Guðjón Valur Sigurðsson.Vísir/ValliSamstarf við leikmenn gott Getgátur hafa verið um meinta samstarfsörðugleika Arons og leikmanna landsliðsins en það vildi Aron ekki kannast við. Nefndi hann að hann hafi rætt við Guðjón Val Sigurðsson landsliðsfyrirliða skömmu áður en blaðamannafundurinn hófst. „Mitt samstarf við Guðjón Val var mjög gott. Hann var til fyrirmyndar sem fyrirliði og allir leikmenn að leggja sig 100 prósent fram. Það er svo stutt á milli í þessu. Meira að segja væri staðan allt önnur ef Króatar hefðu unnið Norðmenn. Þetta eru bara smáatriði.“ Hann segist ekki hafa fundið fyrir því að hann næði ekki lengur til leikmanna sinna í landsliðinu. „Eftir Katar fórum við í vissa naflaskoðun og við vildum blása nýju lífi í þetta lið. Enda töldum við það hafa burði til að komast á Ólympíuleika og gera góða hluti,“ segir Aron. „En menn eru oft að tala sem þekkja ekki allan sannleikann eða það sem fer fram á bakvið tjöldin. En ég átti í fínu samstarfi við leikmennina og þeir verða þá bara að segja ef það var einhvern veginn öðruvísi.“Sjá einnig: Aron um gagnrýnina: Ég veit hvað ég lagði í starfið Aron var spurður hvort að hann sæi eftir þeim ákvörðun sem hann tók fyrir mótið um að breyta varnarleik og varnarskipulagi íslenska landsliðsins. Sagði hann að það hafi verið reynt að fylgja eftir ákveðnum áhersluatriðum og margir hafi ef til vill ekki tekið eftir því. „Við vildum bæta varnarleikinn okkar. Glöggir handboltasérfræðingar sjá að við erum með ákveðinn fjölbreytileika í okkar varnarleik og menn sjá oft ekki þegar við erum að breyta um taktík.“ Hann segir að það hafi farið tími í að vinna með þessi atriði í undirbúningnum fyrir mótið og að það hafi þýtt að minni tími var aflögu til að vinna með aðrar tegundir af varnarleik. „Við höfum oft verið að vinna með 5-1 vörn en meiri tími fór núna í að vinna áfram með vissar skiptingar í vörn sem við töldum að myndi nýtast okkur vel í mótinu. Það er bara ákvörðun sem maður tekur,“ segir Aron um undirbúninginn.Á EM í Póllandi.VísirVandamálið var tapið gegn Hvíta-Rússlandi Tapið gegn Hvíta-Rússlandi reyndist Íslandi dýrkeypt á mótinu. Aron segir að það hafi aldrei tekist að ná upp því varnarskipulagi sem lagt var upp með í þeim leik. „Við vorum alltaf að eltast við rassgatið á sjálfum okkur. Við gerðum mistök og náðum ekki okkar fram. Þetta skapaði óöruggi og hefur ekkert að gera með það skipulag sem við viljum vinna með.“ „Vandamálið var þessi leikur gegn Hvíta-Rússlandi. Það er alltaf hægt að tapa fyrir Króatíu enda hörkulið. Ef við hefðum unnið Hvíta-Rússland þá hefði dæmið litið allt öðruvísi út.“Sjá einnig: Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan „Gegn Króatíu brotnum við. Við lendum á vegg. Það var svo margt sem fór úrskeðis og við brotnuðum við það mótlæti. Kannski var sjálfstraustið ekki meira á þeim tímapunkti að við þyldum þá pressu.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira