Andlitslyftur Golf í Genf í mars Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 09:31 Volkswagen Golf R. Sjöunda kynslóð Volkswagewn Golf er tiltölulega ný og var kynnt árið 2014 en Volkswagen ætlar samt að kynna andlitslyftan Golf fljótlega á þessu ári og líklegast er að fyrirtækið noti tækifærið og sýni hann á bílasýningunni í Genf í mars. Þetta gerir Volkswagen til að halda bílnum meðal best útbúnu bíla í sínum flokki. Sá nýi fær til dæmis LED aðalljós í öllum úfærslum bílsins, nýtt margmiðlunarkerfi og stafrænt mælaborð, annaðhvort í öllum gerðum hans eða í dýrari gerðunum. Í boði verður að varpa helstu upplýsingum uppá framrúðuna og hægt verður að fá bílinn með hálfsjálfkeyrandi búnaði sem stjórnar hraða hans í mikilli umferð á allt að 60 km hraða. Volkswagen ætlar líka að eiga eitthvað við stýringu bílsins og gera hana nákvæmari. Golf verður svo í boði með afar eyðslugrannri þriggja strokka vél og GTE plug-in-hybrid útfærsla bílsins verður aflmeiri. Litlar útlitsbreytingar verða gerðar á Golfinum, en þau munu stuðararnir breytast eitthvað. Rúsínan í pylsuendanum verður svo ný kraftaútgáfa, Golf R 420 og vísar nafnið til hestaflatölu bílsins. Þar með verður þessi bíll mun öflugri en helstu samkeppnisbílar hans, Mercedes Benz A45 AMG (381 hö.), Audi RS3 Sportback (362 hö.) og Ford Focus RS (350 hö.). Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Sjöunda kynslóð Volkswagewn Golf er tiltölulega ný og var kynnt árið 2014 en Volkswagen ætlar samt að kynna andlitslyftan Golf fljótlega á þessu ári og líklegast er að fyrirtækið noti tækifærið og sýni hann á bílasýningunni í Genf í mars. Þetta gerir Volkswagen til að halda bílnum meðal best útbúnu bíla í sínum flokki. Sá nýi fær til dæmis LED aðalljós í öllum úfærslum bílsins, nýtt margmiðlunarkerfi og stafrænt mælaborð, annaðhvort í öllum gerðum hans eða í dýrari gerðunum. Í boði verður að varpa helstu upplýsingum uppá framrúðuna og hægt verður að fá bílinn með hálfsjálfkeyrandi búnaði sem stjórnar hraða hans í mikilli umferð á allt að 60 km hraða. Volkswagen ætlar líka að eiga eitthvað við stýringu bílsins og gera hana nákvæmari. Golf verður svo í boði með afar eyðslugrannri þriggja strokka vél og GTE plug-in-hybrid útfærsla bílsins verður aflmeiri. Litlar útlitsbreytingar verða gerðar á Golfinum, en þau munu stuðararnir breytast eitthvað. Rúsínan í pylsuendanum verður svo ný kraftaútgáfa, Golf R 420 og vísar nafnið til hestaflatölu bílsins. Þar með verður þessi bíll mun öflugri en helstu samkeppnisbílar hans, Mercedes Benz A45 AMG (381 hö.), Audi RS3 Sportback (362 hö.) og Ford Focus RS (350 hö.).
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent