Varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir múslima Frosti Logason skrifar 26. janúar 2016 12:59 Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi, varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir börn múslima hér á landi. Slíkar hugmyndir eru nú viðraðar á vefsíðu Íslandstofnunar (e. Foundation of Iceland) þar sem tengiliður er sagður vera Kareem Askari, en hann sat áður í stjórn Menningarseturs múslíma (e. Islamic Cultural Center of Iceland) sem hefur aðsetur í gamla Ýmis húsinu í Skógarhlíð. Á vefsvæði Íslandsstofnunnar er að finna stutta kynningu á félaginu og markmiðum þess. Þar segir meðal annars: „Við stefnum að því að búa til samkeppnishæfa menntastofnun, sem sker sig úr og höfðar til múslímsku minnihlutahópanna á Íslandi.“ Salmann Tamimi bendir á að börn múslima hafi ekkert að sækja í sér íslamska menntun. Á lista yfir 500 bestu háskóla heims séu engir íslamskir háskólar og þær menntastofnanir sem fyrir eru hér á landi séu alveg nógu góðar. Auk þess geri sérstakir trúarskólar lítið annað en að ala á sundrungu og frekari jaðarsetningu minnihlutahópa að sögn Salmanns. Þá bætir Salmann því við að umræddur hópur múslima, með Kareem í fararbroddi, hafi upphaflega verið vísað frá Félagi múslima fyrir öfgakennd viðhorf og nú sé einnig búið að vísa þeim frá Menningarsetri múslima í Skógarhlíð.Kareem Askari er eini fulltrúi Íslandsstofnunnar múslima sem er fjármögnuð af móðurfélagi í Svíþjóð.Í samtali við blaðamann segir Kareem Askari þetta ekki allskostar rétt. Hann hafi hætt sjálfur til þess að einbeita sér alfarið að Íslandsstofnuninni, en hún er partur af stærri stofnun múslima um alla Skandinavíu. Aðspurður sagði Kareem hugmyndir um sér íslamska skóla ekki vera í pípunum á næstu misserum þó stofnun hans ætli sér að kynna slíkar hugmyndir einhverntíman síðar. Þegar blaðamaður spyr hvort hann sé í einhverjum deilum við Menningarsetrið eða hvort hann hafi verið rekinn þaðan viðurkennir Kareem að hann hafi lent upp á kant við Ímaminn þar sem hafi upp á sitt einsdæmi ákveði að breyta reglum félagsins og svo nafni þess án þess að ráðfæra sig við almenna meðlimi sem margir hafi hætt í kjölfarið. Kareem gat ekki gefið upp nákvæma tölu en sagði það hafa verið fjölmennan hóp.Ímaminn Ahmed Sadeek og Kareem Askari þáverandi stjórnarmaður þegar allt lék í lyndi.Ímam Menningarseturs múslíma, Ahmed Sadeek, gefur upp aðrar ástæður fyrir klofningnum og segir Kareem hafa gerst brotlegan við reglur félagsins og logið upp á söfnuðinn. Þess vegna hafi hann verið rekinn úr stjórn en engir aðrir hafi yfirgefið félagið með honum. Þá bendir hann á í færslu á facebook síðu menningarsetursins að nokkrir meðlimir félagsins hafi nýverið upplýst um fund með Karim Askari og Hussein nokkrum Aldaoudi frá móðurfélagi Íslandstofnunar, Alrisalah í Svíþjóð, sem haldinn var á Grand Hotel í Reykjavík í desember síðast liðnum. Þar á meðal annars að hafa verið rætt var um hvernig grafa mætti undan stöðugleika og öryggi innan Menningarsetursins og hvernig mætti ná stjórn í félaginu.Reynt var að fjarlægja skilti Menningarsetursins með valdi.Ahmed Sadeek bendir einnig að Íslandstofnunin, sem rekin er af af Hussein Aldaoudi framkvæmdastjóra, hafi framið skýrt brot á íslenskum lögum í síðustu viku þegar hann reyndi að láta fjárlægja skilti Menningarseturs múslima á Íslandi við Skógarhlíð með valdi. „Nokkrir múslimar fóru til morgunbæna í dag og urðu vitni að því að bíll stöðvaði við dyr hússins og vinnumaður bjóst til að losa skiltið. Aðspurður sagðist hann hafa verið sendur af lögfræðingi Stofnunar múslima á Íslandi, Gísla, til að fjarlægja skiltið.“ Ahmed bætir því við að Menningarsetur múslima á Íslandi fordæmi þessa aðför og hefur gert ráðstafanir með lögfræðingi til þess að stöðva síendurteknar tilraunir Íslandsstofnunar múslima til þess að skapa vandræði, átök og óeiningu meðal múslima á Íslandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Salmann Tamimi í útvarpsþættinum Harmageddon hér að ofan. Harmageddon Mest lesið Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Útgáfutónleikar Reykjavík! Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon
Salmann Tamimi, formaður félags múslima á Íslandi, varar við hugmyndum um sérstaka skóla fyrir börn múslima hér á landi. Slíkar hugmyndir eru nú viðraðar á vefsíðu Íslandstofnunar (e. Foundation of Iceland) þar sem tengiliður er sagður vera Kareem Askari, en hann sat áður í stjórn Menningarseturs múslíma (e. Islamic Cultural Center of Iceland) sem hefur aðsetur í gamla Ýmis húsinu í Skógarhlíð. Á vefsvæði Íslandsstofnunnar er að finna stutta kynningu á félaginu og markmiðum þess. Þar segir meðal annars: „Við stefnum að því að búa til samkeppnishæfa menntastofnun, sem sker sig úr og höfðar til múslímsku minnihlutahópanna á Íslandi.“ Salmann Tamimi bendir á að börn múslima hafi ekkert að sækja í sér íslamska menntun. Á lista yfir 500 bestu háskóla heims séu engir íslamskir háskólar og þær menntastofnanir sem fyrir eru hér á landi séu alveg nógu góðar. Auk þess geri sérstakir trúarskólar lítið annað en að ala á sundrungu og frekari jaðarsetningu minnihlutahópa að sögn Salmanns. Þá bætir Salmann því við að umræddur hópur múslima, með Kareem í fararbroddi, hafi upphaflega verið vísað frá Félagi múslima fyrir öfgakennd viðhorf og nú sé einnig búið að vísa þeim frá Menningarsetri múslima í Skógarhlíð.Kareem Askari er eini fulltrúi Íslandsstofnunnar múslima sem er fjármögnuð af móðurfélagi í Svíþjóð.Í samtali við blaðamann segir Kareem Askari þetta ekki allskostar rétt. Hann hafi hætt sjálfur til þess að einbeita sér alfarið að Íslandsstofnuninni, en hún er partur af stærri stofnun múslima um alla Skandinavíu. Aðspurður sagði Kareem hugmyndir um sér íslamska skóla ekki vera í pípunum á næstu misserum þó stofnun hans ætli sér að kynna slíkar hugmyndir einhverntíman síðar. Þegar blaðamaður spyr hvort hann sé í einhverjum deilum við Menningarsetrið eða hvort hann hafi verið rekinn þaðan viðurkennir Kareem að hann hafi lent upp á kant við Ímaminn þar sem hafi upp á sitt einsdæmi ákveði að breyta reglum félagsins og svo nafni þess án þess að ráðfæra sig við almenna meðlimi sem margir hafi hætt í kjölfarið. Kareem gat ekki gefið upp nákvæma tölu en sagði það hafa verið fjölmennan hóp.Ímaminn Ahmed Sadeek og Kareem Askari þáverandi stjórnarmaður þegar allt lék í lyndi.Ímam Menningarseturs múslíma, Ahmed Sadeek, gefur upp aðrar ástæður fyrir klofningnum og segir Kareem hafa gerst brotlegan við reglur félagsins og logið upp á söfnuðinn. Þess vegna hafi hann verið rekinn úr stjórn en engir aðrir hafi yfirgefið félagið með honum. Þá bendir hann á í færslu á facebook síðu menningarsetursins að nokkrir meðlimir félagsins hafi nýverið upplýst um fund með Karim Askari og Hussein nokkrum Aldaoudi frá móðurfélagi Íslandstofnunar, Alrisalah í Svíþjóð, sem haldinn var á Grand Hotel í Reykjavík í desember síðast liðnum. Þar á meðal annars að hafa verið rætt var um hvernig grafa mætti undan stöðugleika og öryggi innan Menningarsetursins og hvernig mætti ná stjórn í félaginu.Reynt var að fjarlægja skilti Menningarsetursins með valdi.Ahmed Sadeek bendir einnig að Íslandstofnunin, sem rekin er af af Hussein Aldaoudi framkvæmdastjóra, hafi framið skýrt brot á íslenskum lögum í síðustu viku þegar hann reyndi að láta fjárlægja skilti Menningarseturs múslima á Íslandi við Skógarhlíð með valdi. „Nokkrir múslimar fóru til morgunbæna í dag og urðu vitni að því að bíll stöðvaði við dyr hússins og vinnumaður bjóst til að losa skiltið. Aðspurður sagðist hann hafa verið sendur af lögfræðingi Stofnunar múslima á Íslandi, Gísla, til að fjarlægja skiltið.“ Ahmed bætir því við að Menningarsetur múslima á Íslandi fordæmi þessa aðför og hefur gert ráðstafanir með lögfræðingi til þess að stöðva síendurteknar tilraunir Íslandsstofnunar múslima til þess að skapa vandræði, átök og óeiningu meðal múslima á Íslandi. Hægt er að hlusta á viðtal við Salmann Tamimi í útvarpsþættinum Harmageddon hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Heitasti kvensjúkdómalæknir í heimi Harmageddon Útgáfutónleikar Reykjavík! Harmageddon Söngvari Blink 182 hættur í hljómsveitinni Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Sannleikurinn: Þetta hefði getað verið ég sem missti vinnuna í dag Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon