Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2016 19:15 Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn í kvöld. Vísir/AFP Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira