Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Getty Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. Danir enduðu í fimmta sæti á HM í Katar fyrir ári síðan og það var mikil pressa á íslenska þjálfaranum að koma liðinu í undanúrslitin í Póllandi. Miðað við hvað staðan var góð fyrir síðustu tvo leikina er niðurstaðan gríðarleg vonbrigði. Guðmundur hefur að sjálfsögðu fengið á sig talsverða gagnrýni í dönskum fjölmiðlum en það vekur athygli að samkvæmt samantekt á einkunnagjöf Ekstra Bladet á mótinu stóð enginn leikmaður danska liðsins sig betur en íslenski þjálfarinn á mótinu. Þetta var sjötti leikur danska liðsins á mótinu og fyrsta tapið en liðið missti þó unninn leik á móti Svíum í jafntefli kvöldið áður. Danir unnu fyrstu fjóra leiki sína. Blaðamenn gefa einkunnir í leikjum liðsins og eru þær frá 0 til 6. Guðmundur er með hæstu meðaleinkunnina ásamt þremur leikmönnum en þeir eru allir með 4,0 að meðaltali. Leikmennirnir eru stórskyttan Mikkael Hansen, markvörðurinn Niklas Landin og línumaðurinn Henrik Toft Hansen. Lægstu einkunnir Guðmundar voru þristarnir sem hann fékk fyrir tvo síðustu leiki danska liðsins. Hann fékk aftur á móti fimm af sex mögulegum fyrir sigurleiki liðsins á móti Ungverjum og Spánverjum. Niklas Landin er sá eini sem fékk sexu en það fékk hann fyrir frammistöðu sína á móti Spáni. Landin fékk aftur á móti ás á móti Svartfjallalandi. Hægri skyttan Mads Christiansen fékk einn í einkunn fyrir tvo síðustu leikina og var lægstur af byrjunarliðsmönnum liðsins. Mikkael Hansen var mjög jafn og oftast með fjóra fyrir utan þristinn sem hann fékk í fyrsta leik á móti Rússum og fimmuna sem hann fékk fyrir Ungverjaleikinn. Hinn íslensk ætlaði Hans Lindberg var með aðeins 2,8 í meðaleinkunn og fékk aldrei hærra en 3 í einkunn.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira