Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 11:45 Guðmundur er ekki vinsæll eftir tapið í gærkvöldi. vísir/epa „Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
„Danmörk er svo sannarlega úr leik á EM og nú standa öll spjót að þjálfaranum sem er ábyrgur fyrir árangrinum á síðustu tveimur mótum.“ Svona hefst pistill Dan Philipsen, ritstjóra handboltavefs TV2 í Danmörku, þar sem hann gagnrýnir Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, fyrir árangurinn á síðustu tveimur stórmótum.Sjá einnig:„Guðmundur á að halda starfinu“ Danir töpuðu fyrir Þýskalandi í lokaleik milliriðils tvö á Evrópumótinu í Póllandi í gær og misstu þannig af sæti í undanúrslitum annað stórmótið í röð. Danir komust heldur ekki í undanúrslit á HM í Katar. „Misheppnað. Þetta er versta orð sem íþróttamaður getur heyrt eftir keppni. En það er ekkert hægt að fara í kringum þetta. EM 2016 var misheppnað hjá danska liðinu,“ segir Philipsen.Guðmundur stýrir nokkrum af bestu handboltamönnum heims.vísir/epaEkki nógu gott Danski handboltasérfræðingurinn skellir skuldinni á Guðmund og segir að innistæða hans hjá Dönum sé uppurinn. „Það þýðir samt ekki að það eigi að reka hann strax. Við sáum fyrir fjórum dögum [þegar Danmörk vann Spán] að Guðmundur er hæfileikaríkur þjálfari. En hann er að stýra einu besta landsliði heims og hefur á síðustu tveimur mótum ekki spilað um verðlaun. Það er ekki nógu gott, þjálfari,“ segir Philipsen. Leið Dana á Ólympíuleikanna verður erfiðari vegna tapsins í gær, en liðið verður í riðli með tveimur Evrópuþjóðum í forkeppni Ólympíuleikana. Verði Spánn Evrópumeistari verður Danmörk með Evrópuþjóðunum Slóveníu og Svíþjóð í riðli, ef Króatía verður Evrópumeistari verða mótherjarnir Þýskaland og Noregur. Ef Þýskaland verður Evrópumeistari verða Danir með Króatíu og Svíþjóð í riðli í í forkeppni Ólympíuleikanna en ef Þýskaland vinnur verða það Króatar og Norðmenn. „Það kemur í ljós hvað verður um Guðmund í vor þegar Danir taka þátt í forkeppni Ólympíuleikana. Við komum aftur að gjaldkeranum sem bendir á að Guðmundur á enga innistæðu eftir. Komist Danmörk ekki til Ríó er þetta búið hjá Guðmundi Guðmundssyni. Þá getur hann ekki lengur sinn þessu starfi,“ segir Dan Philipsen.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14 „Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Dagur mætir Noregi í undanúrslitum Króatía og Spánn eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 21:14
„Guðmundur á að halda starfinu“ Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó. 27. janúar 2016 22:16
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld. 27. janúar 2016 20:03
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54