Segir Þjóðkirkju stuðla að heilaskaða Íslendinga Frosti Logason skrifar 28. janúar 2016 12:53 Magnús S Magnússon, rannsóknarprófessor á sviði atferlisvísinda, var gestur útvarpsþáttarins Harmageddon í morgun. Þar fullyrti hann meðal annars að trúarinnræting lítilla barna geti haft skaðleg áhrif á heila þeirra sem oft á tíðum geti reynst erfitt að snúa við. Magnús bendir á að boðskapur kirkjunnar sé að mörgu leiti bara hrein blekking. Til dæmis hafi biskup Íslands meðal annars fullyrt það á opinberum vettvangi að Biblían sé raunverulegt orð guðs. „Fyrir þessu hefur hún engar sannanir, engin rök, ekkert. Meira að segja prestar margir hverjir og útum allt vita að það er bara della,“ segir Magnús. Bendir hann á í þessu samhengi að trúfrelsi sé ekki það sama og blekkingafrelsi. Þó svo að hverjum og einum sé fjálst að trúa því sem hann vill gefur það fólki ekki leyfi til þess að blekkja vísvitandi samborgara sína. Magnús ræddi einnig um erfiða stöðu þess fólks sem misst hefur trúnna eftir margra ára prestsnám og ábyrgð ríkissins gagnvart slíku fólki. Benti hann á rannsóknir sem birtar hafa verið í tímaritinu Scientific American og sýna fram á að yfirgnæfandi meirihluti presta í Danmörku og Svíþjóð séu í raun trúlausir. Í því samhengi séu ágætis líkur á að einnig kunni að vera einhver undirliggjandi vandi í þessum efnum hér á landi, þó svo enn hafi ekki verið gerðar neinar rannsóknir til að styðja þá kenningu. „Ríkið ber skelfilega ábyrgð á því að þessir menn hafa orðið trúaðir. Það er ríkisknúin vél, í margar aldir sem reynir að fá börn til þess að trúa þessu og sum þeirra verða prestar. Menn fara svo í þetta starf trúaðir og í bestu meiningu svo komast þeir að því að þetta er allt della, hvað eiga þeir þá að gera?“ spyr Magnús. Hann telur ríkið hljóta að bera ábyrgð á því fólki sem það hefur menntað ókeypis við Háskóla Íslands til starfa í prestastéttinni og tengdum störfum. „Ef að slíkir menn vilja hætta starfinu að þá beri ríkinu fullkomin skylda til þess að tryggja þeim viðurværi. Bætur, aðra starfsþjálfun, allt sem þeir gætu hugsað sér að gera frekar en að halda áfram að skaða íslensk börn.“Hægt er að hlusta á allt viðtal Harmageddon við Magnús S. Magnússon í spilaranum hér að ofan. Harmageddon Mest lesið Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon
Magnús S Magnússon, rannsóknarprófessor á sviði atferlisvísinda, var gestur útvarpsþáttarins Harmageddon í morgun. Þar fullyrti hann meðal annars að trúarinnræting lítilla barna geti haft skaðleg áhrif á heila þeirra sem oft á tíðum geti reynst erfitt að snúa við. Magnús bendir á að boðskapur kirkjunnar sé að mörgu leiti bara hrein blekking. Til dæmis hafi biskup Íslands meðal annars fullyrt það á opinberum vettvangi að Biblían sé raunverulegt orð guðs. „Fyrir þessu hefur hún engar sannanir, engin rök, ekkert. Meira að segja prestar margir hverjir og útum allt vita að það er bara della,“ segir Magnús. Bendir hann á í þessu samhengi að trúfrelsi sé ekki það sama og blekkingafrelsi. Þó svo að hverjum og einum sé fjálst að trúa því sem hann vill gefur það fólki ekki leyfi til þess að blekkja vísvitandi samborgara sína. Magnús ræddi einnig um erfiða stöðu þess fólks sem misst hefur trúnna eftir margra ára prestsnám og ábyrgð ríkissins gagnvart slíku fólki. Benti hann á rannsóknir sem birtar hafa verið í tímaritinu Scientific American og sýna fram á að yfirgnæfandi meirihluti presta í Danmörku og Svíþjóð séu í raun trúlausir. Í því samhengi séu ágætis líkur á að einnig kunni að vera einhver undirliggjandi vandi í þessum efnum hér á landi, þó svo enn hafi ekki verið gerðar neinar rannsóknir til að styðja þá kenningu. „Ríkið ber skelfilega ábyrgð á því að þessir menn hafa orðið trúaðir. Það er ríkisknúin vél, í margar aldir sem reynir að fá börn til þess að trúa þessu og sum þeirra verða prestar. Menn fara svo í þetta starf trúaðir og í bestu meiningu svo komast þeir að því að þetta er allt della, hvað eiga þeir þá að gera?“ spyr Magnús. Hann telur ríkið hljóta að bera ábyrgð á því fólki sem það hefur menntað ókeypis við Háskóla Íslands til starfa í prestastéttinni og tengdum störfum. „Ef að slíkir menn vilja hætta starfinu að þá beri ríkinu fullkomin skylda til þess að tryggja þeim viðurværi. Bætur, aðra starfsþjálfun, allt sem þeir gætu hugsað sér að gera frekar en að halda áfram að skaða íslensk börn.“Hægt er að hlusta á allt viðtal Harmageddon við Magnús S. Magnússon í spilaranum hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið Styttur Reykjavíkur fá ný heyrnartól Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Endaþarmur evrópskar myndlistar? Harmageddon Það þarf fólk eins og Má Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Sannleikurinn: Sjálfstæðismenn í Reykjavík telja sig nú eiga séns Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Hvaða samfélagsmiðlaplága kemur næst? Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon