Guðmundur: Þetta var óraunverulegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2016 12:15 Guðmundur Guðmundsson spilar um fimmta sætið við Frakkland. vísir/epa Evrópumótið í handbolta í Póllandi hefur verið nær taumlaus skemmtun frá upphafi og verður það vonandi til enda þegar úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Leikirnir hafa margir verið ótrúlega spennandi og mörg úrslit komið á óvart. Ísland vann til dæmis sigur á Noregi í fyrstu umferð mótsins sem þótti ekki óvænt þá en nú eru Norðmenn búnir að vinna Króatíu, Pólland og Frakkland og komnir í undanúrslit. Úrslitin á miðvikudaginn í lokaumferð milliriðlanna tveggja voru sum hver alveg ótrúleg, en lokadagurinn í riðlakeppninni verður lengi í minnum hafður. Noregur, sem aldrei áður hefur komist í undanúrslit á EM, tók sig til og vann fimm marka sigur á meistaraefnum Frakklands á sama tíma og Dagur Sigurðsson, með meiðslum hrjáð lið Þýskalands, lagði stjörnum prýtt lið Danmerkur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Króatar þurftu tíu marka sigur á heimamönnum frá Póllandi fyrir framan 14.000 æsta stuðningsmenn gestgjafanna. Þeir gerðu enn betur og unnu fjórtán marka sigur. Eitt tíst frá handboltaáhugamanni dró lokadaginn ágætlega saman.Go home, handball. You're drunk. #ehfeuro2016pic.twitter.com/jmx5HDaTQj — H (@SamR03A) January 27, 2016 Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku, sagði þetta einfaldlega skrítnasta dag á stórmóti sem hann hefur upplifað, en hann hefur farið á nokkur stórmótin. „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég hef farið á 30 stórmót og aldrei hef ég séð neitt eins og gerðist í gær [fyrradag],“ sagði Nyegaard í gær. „Ekki bara tapaði Frakkland fyrir Noregi heldur vann Noregur sannfærandi sigur. Svo var það þessi magnaði sigur Króatíu á Póllandi. Maður situr hérna og hugsar að þetta átti ekki að geta gerst.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, var búinn að sleikja sárin eftir tapið gegn Þýskalandi þegar hann mætti í EM-stofuna hjá TV2 í gær og ræddi um þennan ótrúlega lokadag. „Þetta er einn skrítnasti dagur sem ég hef upplifað á stórmóti. Þetta var eiginlega óraunverulegt. Það var mjög skrítið að horfa upp á þetta. Úrslitin sýna samt breiddina sem er komin í handboltann og hvernig íþróttin er að þróast,“ sagði Guðmundur Guðmundsson. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Evrópumótið í handbolta í Póllandi hefur verið nær taumlaus skemmtun frá upphafi og verður það vonandi til enda þegar úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Leikirnir hafa margir verið ótrúlega spennandi og mörg úrslit komið á óvart. Ísland vann til dæmis sigur á Noregi í fyrstu umferð mótsins sem þótti ekki óvænt þá en nú eru Norðmenn búnir að vinna Króatíu, Pólland og Frakkland og komnir í undanúrslit. Úrslitin á miðvikudaginn í lokaumferð milliriðlanna tveggja voru sum hver alveg ótrúleg, en lokadagurinn í riðlakeppninni verður lengi í minnum hafður. Noregur, sem aldrei áður hefur komist í undanúrslit á EM, tók sig til og vann fimm marka sigur á meistaraefnum Frakklands á sama tíma og Dagur Sigurðsson, með meiðslum hrjáð lið Þýskalands, lagði stjörnum prýtt lið Danmerkur undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Króatar þurftu tíu marka sigur á heimamönnum frá Póllandi fyrir framan 14.000 æsta stuðningsmenn gestgjafanna. Þeir gerðu enn betur og unnu fjórtán marka sigur. Eitt tíst frá handboltaáhugamanni dró lokadaginn ágætlega saman.Go home, handball. You're drunk. #ehfeuro2016pic.twitter.com/jmx5HDaTQj — H (@SamR03A) January 27, 2016 Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV2 í Danmörku, sagði þetta einfaldlega skrítnasta dag á stórmóti sem hann hefur upplifað, en hann hefur farið á nokkur stórmótin. „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef séð. Ég hef farið á 30 stórmót og aldrei hef ég séð neitt eins og gerðist í gær [fyrradag],“ sagði Nyegaard í gær. „Ekki bara tapaði Frakkland fyrir Noregi heldur vann Noregur sannfærandi sigur. Svo var það þessi magnaði sigur Króatíu á Póllandi. Maður situr hérna og hugsar að þetta átti ekki að geta gerst.“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, var búinn að sleikja sárin eftir tapið gegn Þýskalandi þegar hann mætti í EM-stofuna hjá TV2 í gær og ræddi um þennan ótrúlega lokadag. „Þetta er einn skrítnasti dagur sem ég hef upplifað á stórmóti. Þetta var eiginlega óraunverulegt. Það var mjög skrítið að horfa upp á þetta. Úrslitin sýna samt breiddina sem er komin í handboltann og hvernig íþróttin er að þróast,“ sagði Guðmundur Guðmundsson.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45 Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45
Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Riðill íslenska handboltaandsliðsins á EM í Póllandi á tvö af fjórum liðum í undanúrslitum keppninnar. 28. janúar 2016 17:45
Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt? "Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld. 27. janúar 2016 20:54