Hópur manna sagður kanna grundvöll fyrir framboð Guðna Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2016 10:28 Guðni Ágústsson hefur verið einn af helstu stuðningsmönnum Ólafs Ragnars Grímsson, fráfarandi forseta Íslands. Vísir/GVA „Ég hef bara verið hér á Kanarí allan janúar og ekkert fylgst með forsetamálum, þannig að þetta kemur mér allt saman jafn mikið á óvart,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, aðspurður um orðróm þess efnis að hópur manna vinni að því að kanna grundvöll fyrir því að Guðni bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í DV í dag en þar er fullyrt að umræddur hópur manna sé tengdur Framsóknarflokknum og að hann telji Guðna vera verðugan arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem mun ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum í sumar. „Það eru alltaf einhverjir að hringja sjáðu og spyrja mig um forsetann. En þjóðin er auðvitað að hugsa djúpt því hún verður að gera það til að finna almennilegan forseta,“ segir Guðni. Hann segist ekki eina einustu stund hafa hugleitt framboð eða þá hvernig honum myndi vegna í embætti forseta Íslands. „Ég hef fylgst með mörgum góðum forsetum og það þarf að finna samnefnara úr hæfileikum þeirra. Ég man Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson, við þurfum að finna samnefnara úr þessum hópi. Mér sýnist að það komi gott framboð fram áður en varir. Það hlýtur einhver öflugur maður að vera til sem getur fetað í fótspor þessa hæfileikafólks, karl eða kona,“ segir Guðni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
„Ég hef bara verið hér á Kanarí allan janúar og ekkert fylgst með forsetamálum, þannig að þetta kemur mér allt saman jafn mikið á óvart,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, aðspurður um orðróm þess efnis að hópur manna vinni að því að kanna grundvöll fyrir því að Guðni bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í DV í dag en þar er fullyrt að umræddur hópur manna sé tengdur Framsóknarflokknum og að hann telji Guðna vera verðugan arftaka Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem mun ekki sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum í sumar. „Það eru alltaf einhverjir að hringja sjáðu og spyrja mig um forsetann. En þjóðin er auðvitað að hugsa djúpt því hún verður að gera það til að finna almennilegan forseta,“ segir Guðni. Hann segist ekki eina einustu stund hafa hugleitt framboð eða þá hvernig honum myndi vegna í embætti forseta Íslands. „Ég hef fylgst með mörgum góðum forsetum og það þarf að finna samnefnara úr hæfileikum þeirra. Ég man Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson, við þurfum að finna samnefnara úr þessum hópi. Mér sýnist að það komi gott framboð fram áður en varir. Það hlýtur einhver öflugur maður að vera til sem getur fetað í fótspor þessa hæfileikafólks, karl eða kona,“ segir Guðni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira