Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Dagur þarf að vinna Noreg í dag. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira