Körfubolti

Jakob fullkominn | Drekarnir töpuðu án Hlyns

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Örn Sigurðaron í leik með íslenska landsliðinu.
Jakob Örn Sigurðaron í leik með íslenska landsliðinu. Vísir
Hlynur Bæringsson var ekki í leikmannahópi Sundsvall Dragons sem tapaði óvænt fyrir botnliði Örebro á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 94-91.

Í fjarveru hlyns náðu Drekarnir sér ekki á strik í kvöld og eltu allan leikinn, þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan.

Örebro lyfti sér úr fallsæti með sigrinum í kvöld og skildi eftir Umeå í botnsætinu. Bæði lið eru með átta stig.

Borås Basket mátti þola einkar svekkjandi tap í kvöld. Liðið mætti Norrköping Dolphins og tapaði á flautukörfu í framlengdum leik.

Jakob Örn Sigurðarson skoraði fjórtán stig í leiknum og gaf þrjár stoðsendingar þar að auki. Hann var með fullkomna skotnýtingu í leiknum - nýtti tvö 2ja stiga skot, tvö 3ja stiga skot og fjögur vítaskot.

Sundsvall er í þriðja sæti með 26 stig en Borås í fimmta sætinu með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×