Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 52-61 | Þægilegt hjá toppliðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2016 17:45 Mynd/Vísir Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira