Albönsku fjölskyldurnar með veiku drengina lenda á Íslandi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2016 11:12 Arjan litli ásamt fjölskyldu sinni. vísir Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi þann 10. desember síðastliðinn og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt, sem Alþingi veitti þeim þann 19. desember, lenda í Keflavík eftir hádegi í dag. Um er að ræða tvær fjögurra manna fjölskyldur, Pepaj-fjölskylduna og Phellum-fjölskylduna. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Það vakti vægast sagt mikla reiði í samfélaginu þegar þeim var vísað úr landi ásamt fjölskyldum sínum þar sem mörgum blöskraði að langveik börn skyldu send héðan, og það til Albaníu þar sem afar umdeilt er hvort heilbrigðiskerfið geti veitt drengjunum þá þjónustu sem þeir þurfa.Umboðsmaður Alþingis sendi Útlendingastofnun bréf Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunum um hæli hér á landi en málsmeðferð stofnunarinnar sætti mikilli gagnrýni. Vildu margir meina að hægt hefði verið að veita fjölskyldunum dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna veikinda drengjanna, en slíkt er heimilt samkvæmt lögum. Óskaði umboðsmaður Alþingis meðal annars eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum, en eftir að fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt áréttaði stofnunin að hún hefði farið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsóknar fjölskyldnanna.Söfnuðu 4,5 milljónum til styrktar fjölskyldunum Á þeim tæpa mánuði sem liðinn er frá því að fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt hefur hópur fólks, með Hermann Ragnarsson í broddi fylkingar, unnið að undirbúningi komu þeirra en hann aðstoðaði fjölskyldurnar einnig við að sækja um ríkisborgararétt. Setti hann meðal annars af stað söfnun til stuðnings þeim og söfnuðust 4,5 milljónir króna sem nýtast meðal annars við að greiða flug frá Albaníu til Munchen og gistingu þar auk flugs frá Munchen til Berlínar. Frá Berlín fljúga fjölskyldurnar síðan hingað til lands í boði WOW air. Þar sem fjölskyldurnar eru nú íslenskir ríkisborgarar fá þau ekki sambærilega aðstoð eins og til dæmis kvótaflóttamenn sem hingað koma. Til að mynda komast þær ekki inn í heilbrigðiskerfið fyrr en eftir sex mánuði en mikilvægt er að Kevi og Arjan fái heilbrigðisþjónustu. Því gætu þeir mögulega þurft að fá einhvers konar undandþágu frá lögum um sjúkratryggingar en hvort af því verði liggur ekki fyrir. Eins og áður sagði lenda fjölskyldurnar á Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag. Vísir verður að sjálfsögðu á staðnum og flytur fréttir af komu þeirra til landsins. Flóttamenn Tengdar fréttir „Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. 15. desember 2015 15:35 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi þann 10. desember síðastliðinn og sóttu í kjölfarið um íslenskan ríkisborgararétt, sem Alþingi veitti þeim þann 19. desember, lenda í Keflavík eftir hádegi í dag. Um er að ræða tvær fjögurra manna fjölskyldur, Pepaj-fjölskylduna og Phellum-fjölskylduna. Í báðum fjölskyldum eru langveik börn, þeir Kevi, sem er með ólæknandi slímseigjusjúkdóm, og Arjan, sem er með hjartagalla. Það vakti vægast sagt mikla reiði í samfélaginu þegar þeim var vísað úr landi ásamt fjölskyldum sínum þar sem mörgum blöskraði að langveik börn skyldu send héðan, og það til Albaníu þar sem afar umdeilt er hvort heilbrigðiskerfið geti veitt drengjunum þá þjónustu sem þeir þurfa.Umboðsmaður Alþingis sendi Útlendingastofnun bréf Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunum um hæli hér á landi en málsmeðferð stofnunarinnar sætti mikilli gagnrýni. Vildu margir meina að hægt hefði verið að veita fjölskyldunum dvalarleyfi af mannúðarástæðum vegna veikinda drengjanna, en slíkt er heimilt samkvæmt lögum. Óskaði umboðsmaður Alþingis meðal annars eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum, en eftir að fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt áréttaði stofnunin að hún hefði farið í einu og öllu að lögum við meðferð hælisumsóknar fjölskyldnanna.Söfnuðu 4,5 milljónum til styrktar fjölskyldunum Á þeim tæpa mánuði sem liðinn er frá því að fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt hefur hópur fólks, með Hermann Ragnarsson í broddi fylkingar, unnið að undirbúningi komu þeirra en hann aðstoðaði fjölskyldurnar einnig við að sækja um ríkisborgararétt. Setti hann meðal annars af stað söfnun til stuðnings þeim og söfnuðust 4,5 milljónir króna sem nýtast meðal annars við að greiða flug frá Albaníu til Munchen og gistingu þar auk flugs frá Munchen til Berlínar. Frá Berlín fljúga fjölskyldurnar síðan hingað til lands í boði WOW air. Þar sem fjölskyldurnar eru nú íslenskir ríkisborgarar fá þau ekki sambærilega aðstoð eins og til dæmis kvótaflóttamenn sem hingað koma. Til að mynda komast þær ekki inn í heilbrigðiskerfið fyrr en eftir sex mánuði en mikilvægt er að Kevi og Arjan fái heilbrigðisþjónustu. Því gætu þeir mögulega þurft að fá einhvers konar undandþágu frá lögum um sjúkratryggingar en hvort af því verði liggur ekki fyrir. Eins og áður sagði lenda fjölskyldurnar á Keflavíkurflugvelli eftir hádegi í dag. Vísir verður að sjálfsögðu á staðnum og flytur fréttir af komu þeirra til landsins.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. 15. desember 2015 15:35 Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00 Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00 Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00 Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Stjórnvöld eiga ekki að komast upp með að gera svona lagað“ Um 1.700 manns hafa boðað komu sína á samstöðufund fyrir Kevi og Arjan sem hin fimmtán ára gamla Una María boðaði til. 15. desember 2015 15:35
Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. 18. desember 2015 06:00
Albönsku fjölskyldurnar tvær með tvöfaldan ríkisborgararétt Fjölskyldurnar fengu ríkisborgararétt á laugardaginn. Albanía býður upp á tvöfalt ríkisfang og því þurfa þær ekki að afsala sér albönskum ríkisborgararétti. Væntanlegar til landsins þann 10. janúar næstkomandi. 21. desember 2015 05:00
Pepaj fjölskyldan grét af gleði þegar hún fékk fréttirnar Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi í liðinni viku fá íslenskan ríkisborgararétt og koma hingað í janúar. Önnur fjölskyldan segist vera gríðarlega þakklát og að fréttirnar séu besta jólagjöf sem Kevi sonur þeirra hefði getað fengið. 19. desember 2015 19:00
Albönsku fjölskyldurnar hlakka mikið til að koma aftur til Íslands Albönsku fjölskyldurnar tvær sem fengu íslenskan ríkisborgararétt í desember síðastliðnum munu koma hingað til lands næstkomandi þriðjudag. 7. janúar 2016 14:13