Tobias Karlsson, fyrirliði sænska landsliðsins í handbolta, ætlar að leggja baráttu hinsegin fólks í Póllandi lið með því að vera með regnbogalitað fyrirliðaband um arminn í leikjum Svíþjóðar á EM í handbolta.
„Ég verð með bandið þar til að einhver stöðvar mig,“ sagði Karlsson í samtali við sænska fjölmiðla.
Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð í Póllandi en Karlsson segist ekki vera að mótmæla neinu með sínum gjörðum heldur eingöngu að berjast gegn ójafnrétti.
Hann segir að hugmyndin sé komin frá Johan Jepson sem er fyrirliði sænska úrvalsdeildarfélagsins Kristianstad. Hann hefur notað regnbogalitað fyrirliðaband í öllum leikjum liðsins á yfirstandandi tímabili.
Karlsson segist hafa beðið forráðamenn sænska landsliðsins að ganga úr skugga um að það verði ekki hægt að refsa Karlsson fyrir að nota umrætt fyrirliðaband.
Sænski landsliðsfyrirliðinn styður baráttu hinsegin fólks í Póllandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Fleiri fréttir
