Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 13:45 Vignir Svavarsson og Sverre Jakobsson láta Harald Reinkind finna fyrir því í sigrinum á EM 2014. vísir/afp Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Eins og fyrir Evrópumótið í handbolta í Danmörku fyrir tveimur árum þar sem Ísland og Noregur voru saman í riðli hafa norskir handboltasérfræðingar enga trú á íslenska liðinu. Það sama er uppi á teningnum núna, en þrátt fyrir að Noregur hafi ekki unnið strákana okkar í átta ár (9 leikir; 6 sigrar, 3 jafntefli) spá Norðmenn sínum mönnum öðru sæti í riðlinum eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi.Sjá einnig:Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016 „Noregur kemst í milliriðil eftir að lenda í öðru sæti riðilsins. Við endum svo í fimmta til áttunda sæti,“ segir Öysten Haväng, fyrrverandi landsliðsmaður, Noregs í viðtali við Verdens Gang. Haväng var fenginn til að spá í spilin ásamt þeim Bent Svele, sérfræðingi TV2, og Frode Scheie, fyrrverandi landsliðsmarkverði Noregs sem starfar fyrir Viasat á mótinu í Póllandi. Þessir herramenn eiga samtals að baki 408 landsleiki fyrir Noreg og eru Svele og Scheie á sama máli og Haväng. „Ég held að Noregur náði öðru sætinu eftir sigra á Íslandi og Hvíta-Rússlandi. Við spilum svo um sjöunda sætið,“ segir Svele.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Frode Scheie virðist ætla að gera sömu mistök og hann gerði fyrir tveimur árum, en hann sagði þá íslenska liðið vera komið yfir sín bestu ár og að norsku strákarnir ættu að vinna nokkuð auðveldlega. Strákarnir okkar tróðu því ofan í hann aftur með lauféttum fimm marka sigri, 31-26, en Scheie var hálfpartinn kennt um tapið í Noregi og naut hann lítilli vinsælda fyrir að kveikja í íslenska liðinu. „Ég veðja á að við endum í öðru sæti, en við getum unnið alla leikina. Möguleikar okkar á móti Króatíu eru 40-60, á móti Íslandi, 55-45, og á móti Hvíta-Rússlandi, 60-40. Við endum í sjöunda sæti,“ segir Frode Scheie við Verdens gang.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00 Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 2-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt nítjánda stórmót á sextán árum. Guðjón Valur hefur verið með á öllum mótum frá því að hann steig sín fyrstu stórmótaspor í Króatíu í janúar 2000. 14. janúar 2016 06:00
Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12