Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2016 19:00 Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. vísir/valli Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira