Lífið

Vísir frumsýnir myndband við Eurovision-lagið Ég sé þig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna og Sigríður fara á kostum í myndbandinu.
Jóhanna og Sigríður fara á kostum í myndbandinu. vísir
Í dag opinberaði RÚV þau tólf lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í vor.

Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í þremur beinum útsendingum í mynd-, hljóð- og rafrænum miðlum RÚV. Forkeppnin verður haldin daga 6. og 13. febrúar í Háskólabíó en úrslitakvöldið fer fram í Laugardalshöll þann 20. febrúar.

Hljómsveitin Eva er með lag í forkeppninni og ber það nafnið Ég sé þig. Þær Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoniasardóttir sömdu lagið og flytja það einnig en þær gáfu í dag frá sér nýtt myndband við lagið sem er frumsýnt á Vísi hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×