Guðjón Valur: Ótrúlega ánægður með viðhorfið hjá strákunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 20:15 Fyrirliðinn fagnar í kvöld. Hann var traustur sem fyrr. vísir/valli „Þetta er miklu betra norskt lið en við höfum verið að mæta á síðustu árum,“ sagði yfirvegaður landsliðsfyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson en hann var rólegasti maðurinn eftir leik enda búinn að sjá og upplifa ýmislegt á löngum og glæstum landsliðsferli. „Það var smá skrekkur í okkur til að byrja með. Menn voru samt að berjast og reyna en við gerðum svolítið af mistökum. Það var smá stress en við héldum áfram og börðum hvorn annan áfram.“ Ólíkt því sem oft hefur verið hjá landsliðinu þá var keyrt á öllu liðinu í kvöld og það kann Guðjón að meta. „Við fáum góð mörk af bekknum. Það kemur góð vörn af bekknum. Ég er ótrúlega ánægður með viðhorfið hjá strákunum. Þrátt fyrir mótlæti þá stóðum við þetta vel af okkur,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sóknarleikurinn eigi eftir að verða betri í næstu leikjum. Fyrsti leikur sé alltaf erfiður. „Guðmundur Hólmar kom inn og var æðislegur. Hann er að berjast fyrir lífi sínu og þarf líka að læra. Það er annað að spila hér en gegn Portúgal upp i Kaplakrika. Við skiptum mikið. Þrír línumenn spiluðu og allir skiluðu sínu. Skiptum í miðju varnarinnar og allir skiluðu sínu þar. Þetta er bara flott.“ Strákarnir fengu byr í seglin í kvöld en Guðjón segir að menn megi ekki missa sig yfir einum sigri. „Það er þægilegt að byrja svona en það getur snúist upp í andhverfu sína að vera ekki með bakið upp við vegg og verða að vinna. Við verðum að vinna á sunnudag. Við viljum komast áfram og vinna riðilinn. Þetta er bara að byrja og aðeins eitt skref í rétta átt.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 19:54 Aron: Ég var aldrei stressaður "Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. 15. janúar 2016 19:45 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
„Þetta er miklu betra norskt lið en við höfum verið að mæta á síðustu árum,“ sagði yfirvegaður landsliðsfyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson en hann var rólegasti maðurinn eftir leik enda búinn að sjá og upplifa ýmislegt á löngum og glæstum landsliðsferli. „Það var smá skrekkur í okkur til að byrja með. Menn voru samt að berjast og reyna en við gerðum svolítið af mistökum. Það var smá stress en við héldum áfram og börðum hvorn annan áfram.“ Ólíkt því sem oft hefur verið hjá landsliðinu þá var keyrt á öllu liðinu í kvöld og það kann Guðjón að meta. „Við fáum góð mörk af bekknum. Það kemur góð vörn af bekknum. Ég er ótrúlega ánægður með viðhorfið hjá strákunum. Þrátt fyrir mótlæti þá stóðum við þetta vel af okkur,“ segir fyrirliðinn og bætir við að sóknarleikurinn eigi eftir að verða betri í næstu leikjum. Fyrsti leikur sé alltaf erfiður. „Guðmundur Hólmar kom inn og var æðislegur. Hann er að berjast fyrir lífi sínu og þarf líka að læra. Það er annað að spila hér en gegn Portúgal upp i Kaplakrika. Við skiptum mikið. Þrír línumenn spiluðu og allir skiluðu sínu. Skiptum í miðju varnarinnar og allir skiluðu sínu þar. Þetta er bara flott.“ Strákarnir fengu byr í seglin í kvöld en Guðjón segir að menn megi ekki missa sig yfir einum sigri. „Það er þægilegt að byrja svona en það getur snúist upp í andhverfu sína að vera ekki með bakið upp við vegg og verða að vinna. Við verðum að vinna á sunnudag. Við viljum komast áfram og vinna riðilinn. Þetta er bara að byrja og aðeins eitt skref í rétta átt.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 19:54 Aron: Ég var aldrei stressaður "Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. 15. janúar 2016 19:45 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00
Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18
Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 15. janúar 2016 19:54
Aron: Ég var aldrei stressaður "Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. 15. janúar 2016 19:45
Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29