Fótbolti

Real Madrid gekk frá Sporting Gijon

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ronaldo fagnar marki sínu í dag.
Ronaldo fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Real Madrid slátraði Sporting Gijon, 5-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og var staðan 5-0 fyrir Real í hálfleik.

Cristiano Ronaldo gerði tvö mörk í leiknum rétt eins og Karim Benzema. Gareth Bale var síðan með eitt mark fyrir heimamenn í Real Madrid. 

Eina mark Sporting Gijon í leiknum skoraði Isma Lopez um hálftíma fyrir leikslok. Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, stigi á eftir Atletico Madrid sem er með 44 stig. Barcelona er í þriðja sætinu með 42 stig en liðið á tvo leiki til góða á Real Madrid. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×