Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2016 21:13 Dagur Sigurðsson breytti gangi mála. vísir/afp Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í þýska landsliðinu til sigurs gegn Svíþjóð í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í dag. Leikurinn var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda og hafði Þýskaland sigur, 27-26, eftir að vera fjórum mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var jafn og spennandi framan af í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora. Eftir tæpar 18 mínútur var staðan jöfn, 10-10, og allt stefndi í hörkuleik. En þá tóku við miklar sveiflur. Svíarnir skelltu í lás í vörninni, fengu mikið af auðveldum mörkum, skoruðu sex mörk á móti einu og komust í 16-11. Síðustu þrettán mínútur fyrri hálfleiks skoraði Svíþjóð sjö mörk á móti þremur mörkum Þýskalands og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Mattias Andersson, hinn magnaði markvörður sænska liðsins, var ósigrandi í markinu seinni hluta fyrri hálfleiks á meðan þýsku markverðirnir klukkuðu ekki bolta. Sveiflurnar héldu svo áfram með látum í seinni hálfleik, en hvað Dagur Sigurðsson sagði við sína menn inn í klefa hlýtur að vera rannsóknarefni. Dagur breytti varnarleiknum og Þjóðverjarnir mættu með látum inni í seinni hálfleik. Þeir skoruðu fimm af sex fyrstu mörkunum og jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir fimm mínútur. Þýskaland skoraði ellefu mörk á móti þremur sænskum á fyrstu 15 mínútum seinni hálfleiks og komst fjórum mörkum yfir, 24-20. Átta marka sveifla. Spennan hélt þó áfram því Svíarnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk, 26-24, og aftur í 27-25 þegar sex mínútur voru eftir af leiknum. Dramatíkinni var ekki lokið því Christian Dissinger, stórskytta Þýskalands sem leikur með Kiel, fékk rautt spjald þegar fjórar mínútur voru eftir eftir brot á Viktor Östlund. Fredrik Petersen minnkaði muninn í eitt mark, 27-26, úr vítakastinu. Þjóðverjar voru þarna tveimur færri. Svíarnir náðu ekki að nýta refsitímann og fengu Þjóðverjar gullið tækifæri til að ganga frá leiknum þegar ein mínúta var eftir. Lærisveinar Dags unnu þá boltann í vörninni og fór skyttan Finn Lemke einn í gegn frá miðju. Honum tókst ekki að skora úr hraðaupphlaupinu, en Lemke þrumaði boltanum yfir markið. Svíar fóru því í lokasókn og gátu jafnað metin og tryggt sér eitt stig. Lukas Nilson tók lokaskotið í miklli neyð eftir að þýska vörnin stóð af sér árásir Svíanna. Skotið fór yfir markið og landaði Þýskaland ævintýralegum sigri, 27-26. Þýskaland er með tvö stig í C-riðli líkt og Svíþjóð, en Spánverjar eru á toppnum með þrjú stig og Slóvenar ekkert.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira