Einar Örn og Logi Geirs skoruðu báðir þegar við unnum Króata síðast í landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 17:15 Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson léku áður með landsliðinu en fjalla nú um liðið á RÚV. Vísir/Hari Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00
Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48
Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30
Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30
Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30