Ísland verður að fá stig gegn Króatíu eftir sigur Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2016 19:15 Sander Sagosen og félagar í norska liðinu geta stillt Íslandi upp við vegg. vísir/epa Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira