Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 21:24 Arnór svekktur með strákunum eftir leik. Vísir/Valli Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“ EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00