Fótbolti

FH samdi við færeyskan landsliðsmann og gerði jafntefli við nýliðana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Heimir Guðjónsson fékk nýjan leikmann í kvöld.
Heimir Guðjónsson fékk nýjan leikmann í kvöld. vísir/valli
Íslandsmeistarar FH sömdu í kvöld við færeyska landsliðsmanninn Sonni Ragnar sem hefur verið á reynslu hjá félaginu að undanförnu.

Ragnar er 21 árs gamall varnarmaður sem var síðast á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland, en þetta kemur fram á fótbolti.net.

Sonni Ragnar, sem á þrettán landsleiki að baki fyrir Færeyjar, var í liði FH í kvöld þegar það mætti Þrótti í riðlakeppni Fótbolta.net-mótsins.

Liðin skildu jöfn, markalaus, en FH vann ekki leik í mótinu. Það tapaði fyrst fyrir KR, 2-1, og svo 2-1 á móti Skaganum.

Þróttarar voru með fjóra erlenda leikmenn á reynslu í leiknum, en liðið leitar nú að styrkingu fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×