Ruslakjaftur Ívars Websters lykillinn að 100 stiga leik Danny Shouse Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:45 Danny Shouse Mynd/Myndasafn Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira