Meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum Höskuldur Kári Schram skrifar 2. janúar 2016 19:08 Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Næstu forsetakosningar munu að miklu leyti snúast um arfleifð Ólafs Ragnars Grímssonar og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. Þetta segir prófessor í sagnfræði sem telur að meiri óvissa ríki um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. Ólafur Ragnar tilkynnti í nýársávarpi sínu í gær að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi forsetakosningum. Ólafur hefur gengt embætti forseta Íslands í tuttugu ár, lengur en nokkur annar forseti. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að Ólafur hafi í sinni valdatíð gjörbreytt forsetaembættinu og að næstu kosningar muni að miklu leyti snúast um hans arfleifð og hvort þjóðin vilji pólitískan forseta eða sameiningartákn. „Það hefur alltaf verið bundið við forsetakosningar að þá eru menn að máta sig við þann forseta sem var næst á undan. Núna eru tuttugu ár síðan við höfðum annan forseta og margir sem hreinlega muna ekki eftir öðrum en Ólafi. Auðvitað verður Ólafur þessi andi sem svífur yfir vötnunum. Annað hvort ætla menn að fara í hans skó og fylgja hans stefnu eða þá snúa til baka,“ segir Guðmundur. Hann segir hins vegar að það verði erfitt fyrir komandi forseta að vinda ofan af þeirri stefnu sem Ólafur hefur markað í sinni embættistíð. Í raun ríki því meiri óvissa um hlutverk forseta nú en fyrir tuttugu árum. „Forsetaembættið var ekki fullmótað þegar það var stofnað. Ólafur dró það fram með aðgerðum sínum að þetta er ekki fullmótað embætti. Stjórnskipuleg staða forseta er ekki alveg ljós. Völd hans eru gríðarlega mikil ef hann kýs að beita þeim en menn höfðu bara gengið út frá því að hann gerði það ekki,“ segir Guðmundur.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira