Hildur gefur kost á sér til forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2016 17:16 Hildur Þórðardóttir mynd/hildur Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún lýsir þessu yfir í færslu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún íslensku þjóðina vera að fara í gegnum „mikið breytingatímabil.“ Í færslunni útlistar hún áherslur sínar: „Ég stend fyrir endurskoðun stjórnkerfisins, fleiri þjóðfundi og þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds, í stað þingræðis verði þjóðstjórn eða fagráðherrar, ráðherrar sitji ekki á þingi og að þingmenn vinni saman að heill lands og þjóðar. Ég stend fyrir endurskoðun heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hvar sem við teljum þörf á endurbótum,” segir Hildur.Gefur út bók til stuðnings framboðinu Hún bætir við að í hennar huga sé forsetinn „ sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi, öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna. Forsetinn hefur kannski ekki mikið vald til að breyta, en hann er leiðtogi og verður að hafa skýra framtíðarsýn. Það er svo allrar þjóðarinnar að finna lausnir og vinna sameiginlega að betra samfélagi,” segir Hildur sem ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. Hún mun bera heitið Framtíð Íslands og er „ vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð,” eins og hún orðar það. Hildur er önnur konan sem lýsir yfir framboði sínu en áður hefur Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur sagst ætla að gefa kost á sér í komandi kosningum. Færslu Hildar má sjá hér að neðan.Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Í...Posted by Hildur Þórðardóttir Thordardottir on Sunday, 3 January 2016 Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Stjórnlagaráðsfólk í leit að forseta Stjórnarskrárfélagið ætlar að funda 9. næsta mánaðar og þar verður lagt upp með að finna næsta forseta íslenska lýðveldisins. 30. desember 2015 15:47 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún lýsir þessu yfir í færslu á Facebook-síðu sinni en þar segir hún íslensku þjóðina vera að fara í gegnum „mikið breytingatímabil.“ Í færslunni útlistar hún áherslur sínar: „Ég stend fyrir endurskoðun stjórnkerfisins, fleiri þjóðfundi og þjóðaratkvæðagreiðslur, aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds, í stað þingræðis verði þjóðstjórn eða fagráðherrar, ráðherrar sitji ekki á þingi og að þingmenn vinni saman að heill lands og þjóðar. Ég stend fyrir endurskoðun heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hvar sem við teljum þörf á endurbótum,” segir Hildur.Gefur út bók til stuðnings framboðinu Hún bætir við að í hennar huga sé forsetinn „ sameiningartákn þjóðarinnar og andlegur leiðtogi, öryggisventill gagnvart Alþingi, landsmóðir, fulltrúi landsins út á við og fyrirmynd landsmanna. Forsetinn hefur kannski ekki mikið vald til að breyta, en hann er leiðtogi og verður að hafa skýra framtíðarsýn. Það er svo allrar þjóðarinnar að finna lausnir og vinna sameiginlega að betra samfélagi,” segir Hildur sem ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. Hún mun bera heitið Framtíð Íslands og er „ vitundarvakning fyrir almenning um hvað við erum að fara í gegnum sem þjóð,” eins og hún orðar það. Hildur er önnur konan sem lýsir yfir framboði sínu en áður hefur Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur sagst ætla að gefa kost á sér í komandi kosningum. Færslu Hildar má sjá hér að neðan.Kæru vinir Þá er komið að því. Ég ætla að bjóða mig fram til forseta í sumar. Bókin sem ég er að skrifa, Framtíð Í...Posted by Hildur Þórðardóttir Thordardottir on Sunday, 3 January 2016
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Stjórnlagaráðsfólk í leit að forseta Stjórnarskrárfélagið ætlar að funda 9. næsta mánaðar og þar verður lagt upp með að finna næsta forseta íslenska lýðveldisins. 30. desember 2015 15:47 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Stjórnlagaráðsfólk í leit að forseta Stjórnarskrárfélagið ætlar að funda 9. næsta mánaðar og þar verður lagt upp með að finna næsta forseta íslenska lýðveldisins. 30. desember 2015 15:47
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55