70 ár frá fyrstu bjöllunni Finnur Thorlacius skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ein af fyrstu bjöllunum ekið frá verksmiðjunni í Wolfsburg. Autoblog Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent
Síðasta vika markar tímamót í bílasögunni þar sem þann 1. janúar árið 1946 rann fyrsta bjallan af færiböndum Volkswagen í Wolfsburg og því 70 ára síðan. Verksmiðjan þar sem bjallan var framleidd var á þeim tíma af fullkomnustu gerð og hafði verið reist áður en að seinni heimstyrjöldinni kom, en hún var svo til eyðilögð af herjum bandamanna í stríðinu, enda hafði henni verið breytt til smíði hertóla. Verksmiðjan var svo endurbyggð í kjölfar stríðsins að undirlagi breska majorsins Ivan Hirst með hjálp breska hersins og framleiðsla hófst svo fyrsta dag ársins 1946. Framleiðslan var lítil í upphafi en tók síðan mikinn kipp árið 1948 og var bjallan svo framleidd ósleitið til ársins 2003, en þá var síðustu bjöllunni rúllað út úr verksmiðju í Mexíkó sem framleiddi bjölluna í því formi sem heimsbyggðin þekkti hana best. Það ár var reyndar búið að kynna New Beetle, arftaka þeirrar gömlu. Verksmiðjan í Wolfsburg varð síðan að stærstu bílaverksmiðju Evrópu og er hún að flatarmáli stærri en Mónakó.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent